fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kári segir Óttarr úr tengslum við raunveruleikann: „Hann hljómaði að vanda eins og hann væri stóned, skakkur, freðinn“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 6. júní 2017 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heilbrigðismálaráðherra var ein þeirra en hann hljómaði að vanda eins og hann væri stóned, skakkur, freðinn eða hvað svo sem menn vilja kalla það ástand sem fólk fer í við neyslu kannabis. Hann var þýðmæltur og talaði fallega um að hann vildi endilega endurreisa heilbrigðiskerfið en það væru bara engir peningar til.“ Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í nýjum pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni.

Það má vel segja að Kári hjóli í þingheim eins og hann leggur sig í pistli sínum. Hörðustu gagnrýnina fær þó Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. „Kannski talar hann svona vegna þess að hann vann lengi við að afgreiða í bókabúð og sá bara hvernig fólk eyðir fé en ekki hvernig það aflar fjár, einn af þeim mönnum sem sér bara það sem er öðru megin við sama sem merkið þegar hann horfir á jöfnur. Það hefur nefnilega aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri í samræmi við vilja fólksins í landinu að skattleggja þennan auð til þess að standa straum af kostnaði við gott heilbrigðiskerfi.

En það er ljóst að þegar maður er allt í einu orðinn ráðherra og svífur um í sinnepslitum jakkafötum, á svipinn eins og heimurinn sé búinn til úr bómull þá hefur maður enga þörf fyrir að standa við loforð sem maður gaf fyrir kosningar og maður hefur fullan rétt á því að segja samfélaginu að þær kröfur sem maður gerði að sínum fyrir kosningar séu óraunhæfar eftir þær,“ skrifar Kári.

Kári gagnrýnir jafnframt í stjórnarandstöðuna og segist sannfærður um að núverandi ríkisstjórn sé ekki það versta sem geti komið fyrir Íslendinga. „Stjórnarandstaðan er gagnslaus, hugmyndasnauð og málstola. Hvar eru tillögur stjórnarandstöðunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins, til minnkunar á muninum á þeim sem eiga og eiga ekki, að heilbrigðu bankakerfi og til þess að takast á við árekstra hagsmuna samfélagsins og hagsmuna þeirra sem samfélagið hefur kosið til þess að stjórna sér? Hvar er stjórnarandstaðan? Skyldi hún halda að hún sé að ferja okkur inn í betri heim og að leiðin liggi í gegnum Vaðlaheiðargöngin. Það er eins gott fyrir hana að gera sér grein fyrir því að í þá ferð fer hún ein. Það fylgir henni enginn,“ skrifar Kári og bætir við að stjórnarandstaðan væri sennilega verri kostur í stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“