fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Fréttir

Vanræksla Borgunar varðandi peningaþvætti: Sænskir bankar fengu milljarða sekt í sambærilegum málum

Fjármálaeftirlitið veitti Borgun aukin frest til úrbóta – Engin vettlingatök á Norðurlöndum

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjármálaeftirlitið telur ekki tímabært að fjalla um möguleg viðurlög á þessu stigi. Mál þetta er í farvegi og ekki er ástæða til annars en að telja að Borgun verði við kröfum Fjármálaeftirlitsins,“ segir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins í skriflegu svari til DV. Blaðið óskaði eftir upplýsingum um þau viðurlög sem Borgun gæti átt yfir höfði sér útaf alvarlegum athugasemdum Fjármálaeftirlitsins við eftirlit fyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja. Svo alvarlegum að málið var sent til Héraðssaksóknara þar sem talið var að Borgun hefði vanrækt af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi að kanna áreiðanleika upplýsinganna.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. í maí 2016. Niðurstaðan lá fyrir í febrúar 2017 en þá gerði FME alvarlegar athugasemdir við hvernig Borgun framfylgdi lögunum, eins og fram kom í fréttum RÚV. Þar kom að Borgun þyrfti að kanna bakgrunn viðskiptavina og rifta viðskiptum við þá sem ekki var hægt að kanna. Gæti fjöldi þeirra hlaupið á þúsundum. Krafðist FME þess að Borgun myndi skila inn aðgerðaráætlun þar sem sýnt væri hvernig félagið ætlaði að bregðast við. Borgun varð við því og í því ljósi veitti FME félaginu aukin frest. Ekki fæst uppgefið hver endanlegur tímafrestur sé né fæst aðgerðaráætlunin afhent.

Auðvelt er að gera sér í hugarlund þann ávinning sem Borgun hefur haft af því að framfylgja ekki reglunum. Fyrir utan gríðarlegar tekjur af hverskonar greiðslumiðlun fyrir aðila sem ef til vill standast ekki skoðun þá hefur félagið getað frestað því að innleiða kostnaðarsama verkferla. Vert er að hafa í huga að Borgun hefur undanförnum árum stóraukið umsvif sín á [erlendum markaðiRekja má umsvifin til vafasamra og og áhættusamra viðskipta sem önnur fyrirtæki vilja ekki sinna, meðal annars viðskipti með stinningarlyf, fjárhættuspil og klám, eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins

Athyglisvert er að bera mál Borgunar saman við sambærileg mál sem komið hafa upp á Norðurlöndunum. Þar voru málin ekki tekin neinum vettlingatökum. Hinir þekktu sænsku bankar, Nordea og Handelsbanken voru sektaðir sem nemur 85 milljónum sænskra króna, um það bil einum milljarði króna, vegna ófullnægjandi stýringa og eftirlits aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Athugasemdir, sem eftirlitsaðilar gerðu í þessum tveimur tilvikum, voru á þá leið að bankarnir hefðu ekki farið eftir settum reglum. Eftirliti með viðskiptum og viðskiptavinum hefði verið ábótavant og því hefði aukin hætta verið fyrir hendi á að bankarnir væru notaðir til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Bankarnir fengu viðvaranir sem þeir hunsuðu og í tilviki Nordea hafði bankinn fengið væga sekt nokkrum árum áður.

Þá ber að benda á niðurstöður FAFT (Alþjóðlegu Peningaaþvættisstofnunarinnar) í úttekt sinni á Íslandi. Þar kom fram að sterkur lagarammi væri til staðar hérlendis til þess að berjast gegn peningaþvætti en stofnunin setti út á að viðurlög væru væg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður greindur með Covid-19 – 18 sendir í sóttkví

Lögreglumaður greindur með Covid-19 – 18 sendir í sóttkví
Fréttir
Í gær

Lofaði að endurgreiða helminginn en fór á hausinn

Lofaði að endurgreiða helminginn en fór á hausinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn einu sinni kemur Íslensk erfðagreining til hjálpar

Enn einu sinni kemur Íslensk erfðagreining til hjálpar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átak í gangi til að endurheimta stolið mótorhjól þýsks ferðamanns

Átak í gangi til að endurheimta stolið mótorhjól þýsks ferðamanns