fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Aðstoð frá Bessastöðum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2017 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt er óvíst í þessum heimi en það er alveg öruggt að á samfélagsmiðlum eru alltaf einhverjir sem rjúka upp af minnsta tilefni, koma sér í árásarstellingar á mettíma og úthúða náunganum af lífs og sálar kröftum fyrir alls engar sakir. Þetta gerðist þegar þingmaður Bjartrar framtíðar, Nicole Leigh Mosty, var hundskömmuð fyrir að tjá skoðanir sínar opinberlega. Ekki eingöngu voru skoðanirnar stimplaðar sem ömurlegar heldur var hún harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki fullt vald á íslensku og gerðist þar að auki sek um að tala með hreim. Hún átti reyndar að mati einhverra netverja ekki að eiga nokkurn rétt á því að sitja á þingi þar sem hún gæti ekki beygt íslensk orð rétt. Semsagt, útlendingur sem ætti ekki að eiga mikinn tilverurétt hér á landi.

Netverjar komast ansi oft upp með andstyggileg ummæli, en svo var ekki að þessu sinni. Fjölmargir stigu fram og mótmæltu þessu fordómafulla tali frá óuppdregnum dónum í netheimum. Þar á meðal var forsetafrúin, Eliza Reid, sem talaði mildilega en af festu í pistli á Facebook-síðu sinni og benti á að rétt og skylt er að sýna þeim umburðarlyndi og skilning sem koma hingað til lands og eiga íslensku ekki að móðurmáli. Forsetafrú Íslendinga er innflytjandi sem hefur lært íslensku og talar hana vel. Það var engan veginn sjálfgefið að hún blandaði sér í þessar umræður, en innlegg hennar er mikilvægt. Sjálf segist hún tala með hreim og beygja orð rangt. Önnur forsetafrú, Dorrit Moussaieff, talaði sömuleiðis íslensku með hreim og beygingar vöfðust fyrir henni.

Íslendingar sem fara til annarra landa tala venjulega með hreim, vonandi án þess að verða fyrir aðkasti. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur í heimsóknum sínum til Danmerkur og Noregs talað mál þeirra þjóða í hátíðarræðum. Þar hefur líklega eitthvað skort upp á réttan framburð en engar sögur fara af fordæmingu vegna þess. Við höfum fremur frétt af ánægju vegna þess hversu alþýðleg og frjálsleg forsetahjónin eru í fasi. Hefði til dæmis einhver þjóðhöfðingi annar en Guðni Th. Jóhannesson sungið vögguvísuna úr Dýrunum í Hálsaskógi í hátíðarmóttöku fyrir framan kóngafólk?

Það má lengi vona að netdónar taki sig á og hætti að láta eigin geðvonsku og biturð bitna á fólki sem ekkert hefur til saka unnið. Ekkert bendir þó til að þeir séu að róast. Á meðan verða aðrir að standa siðferðisvaktina og mótmæla málflutningi þeirra. Ekki er svo verra að fá aðstoð frá Bessastöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“