Mánudagur 18.nóvember 2019
Fréttir

Gísli Pálmi reyndi að hnoða lífi í vin sinn fyrir utan Prikið

Sameiginlegur vinur þeirra lést síðar um nóttina á heimili sínu í miðbænum

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi reyndi að koma einum besta vini sínum til bjargar þegar sá hneig niður við veitingastaðinn Prikið á menningarnótt. Rapparinn umdeildi hnoðaði manninn um stund en skömmu síðar kom sjúkrabíll á vettvang. Sjúkraflutningsmönnum tókst að koma hjarta mannsins aftur af stað með hjálp hjartastuðtækis. Síðar um kvöldið lést sameiginlegur vinur þeirra á heimili sínu. Grunur leikur á að mennirnir hafi báðir neitt lyfsins fentanýl sem er rótsterkt lyfseðilsskylt lyf sem selt er í plástraformi.

Báðir mennirnir sem um ræðir voru meðlimir í Glacier Mafia sem er hópur í kringum Gísla Pálma sem stígur stundum á svið með honum og er oft áberandi í myndböndum tónlistarmannsins. Gísli Pálmi hafði fyrr um kvöldið spilað á tónleikum X-ins á Ellefunni en vinurinn, sem lifði af, var með Gísla á sviði umrætt kvöld þar sem meðlimir Glacier Mafia fjölmenntu. Hópurinn fór að skemmta sér eftir viðburðina og þá var förinni heitið á Prikið þar sem hin óhugnanlega atburðarrás hófst. Að sögn sjónarvotta var Gísli Pálmi í áfalli eftir að vinur hans hafði verið keyrður á brott í sjúkrabílnum.

Eins og kom fram í fyrri frétt DV um málið þá leikur grunur á að mennirnir hafi báði neitt lyfsins fentanýl. Það er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf sem selt er í plástra- og töfluformi og er ætlað fólki sem glímir við langvinnandi verki. Þegar það er misnotað er lyfið reykt með efnum á borð við marijúana og hassi eða þá að efninu er sprautað í æð. Lyfið hefur slævandi áhrif og er afar ávanabindandi.

Fentanyl er enn hættulegra ef það er notað með áfengi, og getur valdið öndunarerfiðleikum, blóðþrýstingsfalli og dái. Lyfið var misnotað mikið hér á landi í kringum síðustu aldamót, en svo dró úr neyslunni. Hún virðist hafa orðið algengari undanfarin tvö ár. Í fyrra er talið að morfínskyld lyf eins og Fentanyl hafi átt þátt í nítján dauðsföllum hér á landi og meðal annars er talið að tónlistarmaðurinn Prince hafi látis af ofneyslu efnisins.

Runólfur Þórhallsson staðfestir í samtali við DV að maðurinn hafi hnígið niður og endurlífgun hafi átt sér stað og maðurinn verið fluttur með sjúkrabíl. Hann sagðist ekki getað staðfest að Gísli Pálmi hefði komið nálægt björguninni. Áður hafði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn sagt að vísbendingar væru um að atvikin tvö tengdust. Þá sagði Friðrik Smári:

„Við höfum ekki orðið varið við aukningu á þessu tiltekna efni en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er alltaf í gangi og verður því miður væntanlega áfram“

Eru margir harmi slegnir vegna þess sem gerðist en málið hefur ekki verið rannsakað að fullu hjá lögreglu. Þá minnast margir unga mannsins sem lést með hlýjum orðum á Facebook-síðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Spurning vikunnar: Hvert er fallegasta orðið í íslenskri tungu?

Spurning vikunnar: Hvert er fallegasta orðið í íslenskri tungu?
Fréttir
Í gær

Samherjamálið ratar í heimspressuna: Ásakanir um mútur valda skjálfta á Íslandi og í Namibíu

Samherjamálið ratar í heimspressuna: Ásakanir um mútur valda skjálfta á Íslandi og í Namibíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur á Barónstíg – Tveir handteknir á vettvangi

Eldur á Barónstíg – Tveir handteknir á vettvangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá Samherja um hvernig ætti að blekkja kvóta út úr Grænlendingum

Leitaði ráða hjá Samherja um hvernig ætti að blekkja kvóta út úr Grænlendingum