fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Aðeins 113 greiddu atkvæði: Smári vann – öryrki flytur úr landi

Kristín Clausen
Föstudaginn 12. ágúst 2016 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi er lokið og liggur listi fyrir. Smári McCarty endaði í fyrsta sæti eins og búist var við. Tæplega fjórða hvert atkvæði kom frá frambjóðendunum sjálfum.

Jack ósáttur

Í öðru sæti varð Oktavía Hrund Jónsdóttir, Þórólfur Júlían Dagsson í þriðja, Álfheiður Eymarsdóttir í fjórða sæti og Elsa Kristjánsdóttir í fimmta. Nokkur þekkt nöfn voru á listanum eins og Marteinn Þórsson leikstjóri sem endaði í 14. sæti. Örn Karlsson sem stofnaði Viðskiptanetið endaði í 20. sæti og Jack Hrafnkell Daníelsson, þekktur „virkur í athugasemdum“ varð í 13 sæti. Jack sem er öryrki var ekki sáttur og sagði eftir að niðurstaðan varð ljós:

„Þá liggja niðurstöður fyrir í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi. Nú fer maður bara að vinna í því að flytja erlendis úr því svona fór.“

Á meðan Jack Hrafnkell telur ekki búandi á Íslandi á þeim kjörum sem öryrkjum er boðið upp á, fagnaði Smári niðurstöðunni:

Hlakkar til að fara aftur í harkið

„Jæja, þá verð ég víst í fyrsta sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi fyrir næstu kosningar, með alveg gífurlega frábærum hóp af fólki með mér í því. Ég þakka bara endalaust fyrir mig — takk fyrir stuðninginn og traustið! Ég hlakka mikið til að fara í harkið aftur, enda heill haugur af vinnu framundan. Þetta verður bara gaman!“

Það vekur athygli að aðeins 113 manns kusu í prófkjörinu, 413 voru með kosningarétt og 185 skráðir inn í kerfið. 24 voru í framboði svo tæplega fjórða hvert atkvæði var frá frambjóðendunum sjálfum.

Píratar hafa mælst með mikið fylgi í skoðanakönnunum en þingmenn hafa sagt ekki sé að fullu marktakandi á þeim, þá sérstaklega í ljósi þess að margir stuðningsmenn flokksins séu ungir og þeir skili sér oft ekki á kjörstað. Einn sem fylgdist með prófkjörinu sagði eftir að niðurstaða var ljós:

„Nennir fólk ekki einu sinni að kjósa á netinu? Þannig að tæplega fjórða hvert atkvæði kom frá frambjóðendum sjálfum.“

Þessi litla þátttaka ætti að hljóma eins og viðvörunarbjöllur fyrir þann flokk sem hefur ítrekað mælst stærstur undanfarna mánuði en þetta er annað prófkjörið þar sem þátttaka er lítil. Á Norðurlandi greiddu aðeins 74 atkvæði.

**Jack Hrafnkell svarar DV í stuttum pistli þar sem hann óskar Pírötum til hamingju og kveðst ekki vera ósáttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi