fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fréttir

Íslendingur í Gimli: „Þessi stund breytti lífi mínu“

Mikil stemming hefur myndast á Íslendingaslóðum í Manitoba

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. júlí 2016 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi stund breytti lífi mínu,“ hefur CBC News eftir Robbie Rousseau, formanni Íslendingadagsins, Íslandshátíðinni í Manitoba í Kanada. Rousseau er af íslenskum ættum og heimsótti Ísland til að fylgjast þar með fyrstu leikjunum á mótinu. Hann segir ógleymanlegt að hafa verið í Reykjavík þegarÍslendingar skoruðu fyrsta markið sitt á mótinu. „Borgin hreinlega titraði, svo mikil voru lætin.“

Rousseau er staddur í Gimli, stærsta samfélagi Íslendinga utan Íslands, og segir að þar sem stemmingin engu lík. „Ég held að annar hver íbúi sé að flytja sjónvarpið sitt út á götu til að geta notið veðurblíðunnar á þessum fallega degi,“ segir hann hlæjandi við CBC.

Hann segir að út um allan bæ séu menn að skipuleggja samkomur. Hann segir að liðið hafi sannað gegn Englandi að margur sé knár þótt hann sé smár. „Þetta er þessi íslenska þrjóska og ákveðni. Við höldum alltaf að við getum slegið stærri þjóðum við og við eigum skilið að vera komnir svona langt,“ segir hann um íslenska ævintýrið.

„Við munum mæta Þjóðverjum,“ segir hann kokhraustur og spáir Íslandi í undanúrslit. „Frakkar eru bara næsta þjóð á tékklistanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morðið við Fjarðarkaup – Styttist í réttarhöld – Bótakröfur um 20 milljónir króna

Morðið við Fjarðarkaup – Styttist í réttarhöld – Bótakröfur um 20 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“