fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Selur höfuðstöðvar Brims

– Guðmundur Kristjánsson ætlar að flytja fyrirtækið út á Granda

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum búin að samþykkja kauptilboðið en það er með ákveðnum fyrirvörum,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, aðspurður hvort eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins hafi selt Bræðraborgarstíg 16 í Reykjavík þar sem höfuðstöðvar þess hafa verið síðustu tíu ár.

„Það er rétt að við settum húsnæðið á sölu en við erum að fara niður á Fiskislóð 14 en við höfum átt það hús til fjölda ára. Það verður miklu betra að vera þar enda getum við þá einnig verið með netaverkstæði á sama stað,“ segir Guðmundur sem vill ekki gefa kaupverðið upp.

Guðmundur Kristjánsson.
Eigandi Brims Guðmundur Kristjánsson.

Mynd: DV

Bræðraborgarstígur 15 er í eigu Fiskitanga hf. Fasteignafélagið B-16 ehf., sem er samkvæmt Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra alfarið í eigu Guðmundar, á Fiskitanga. Húsið er alls 1.052 fermetrar og nemur fasteignamat þess alls 115,7 milljónum króna. Fiskislóð 14 er 1.992 fermetrar og einnig í eigu Fiskitanga. Guðmundur og bróðir hans, Hjálmar Kristjánsson, eru eigendur Brims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“