fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Guðni enn undir feldi: Gagnrýnir „látalæti“ Ólafs Ragnars

Segist hafa nægan tíma til stefnu

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. apríl 2016 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil nú ekki tilkynna um framboð núna en auðvitað útilokar maður ekkert. Stundum þurfum við að taka skjótar ákvarðanir og þá gerum við það, stundum höfum við nægan tíma og þá nýtum við hann. Mér finnst ég vera í þeirri stöðu núna. Fyrir réttri viku var ég satt að segja kominn á fremsta hlunn með að láta slag standa,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur í þættinum Sprengisandur á Bylgunni í morgun þegar hann var spurður hvort hann hefði tekið ákvörðun um forsetaframboð.

Guðni sagði að staðan hefði breyst þegar Ólafur Ragnar hefði tekið ákvörðun um að bjóða sig fram að nýju í embættið. „Það er bara meira en að segja það að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta,“ sagði hann. Guðni bætti því þó við að hann hefði fundið fyrir miklum stuðningi upp á síðkastið.

„Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram, auðvitað fyrst og fremst vinir og samherjar. Svo er það fólk út um allt land sem ég hef aldrei hitt áður,“ sagði Guðni. Hann kvaðst aðspurður ekki hafa áhyggjur af því að ná ekki að safna nógu mörgum undirskriftum, en skila þarf inn undirskriftum 1.500 kosningabærra manna til að geta farið í framboð. Þetta þarf að gerast fyrir 20. maí.

DV.is blés til könnunar meðal lesenda sinna á fimmtudag þar sem spurt var: Gætir þú hugsað þér að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands? Þegar þetta er skrifað hafa 1.876 greitt atkvæði, 1.561 (83,2%) hafa sagt já, 252 (13,4%) hafa sagt nei og 63 (3,4%) segjast óákveðnir.

Guðni sagði að Ólafur hefði að mörgu leyti gegnt embættinu vel og væri mörgum kostum búinn. „Ég myndi aldrei taka undir samlíkingar við einræðisherra og óbótamenn úti í heimi. Við höfum kosið hann sem forseta á fjögurra ára fresti.“

Guðni sagði einnig að ekkert athugavert væri við það að Ólafur færi fram að nýju. „Það er hins vegar hitt að hann var búinn að segja áður að það væri nú fullkomlega óeðlilegt að sitja svona lengi og svo var hann búinn að segja í nýársávarpi að hann hygðist láta gott heita. Og það eru þessi látalæti sem er svo erfitt að sætta sig við.“

Hér að neðan má hlusta á upptöku úr þættinum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala