fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fréttir

Stórfelld skattalagabrot í byggingariðnaði rannsökuð

Fimm sitja í gæsluvarðhaldi – Umfangsmiklar aðgerðir yfirvalda á þriðjudag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. apríl 2016 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudagsmorguninn voru 9 einstaklingar, sem tengjast starfsemi byggingarverktaka, handteknir vegna rannsóknar á stórfelldum skattalaga- og bóhaldsbrotum. Fimm þeirra voru hnepptir í gæsluvarðhald.

Rúv greinir frá. Fjögur embætti stóðu að aðgerðunum en 40 manns komu að þeim. Eftir húsleitir á 11 stöðum á suðvesturhorninu var hald lagt á bókhaldsgögn og reiðufé.

Kastljós hefur heimildir fyrir því að aðgerðir hafi beinst að fleiri en einu verktakafyrirtæki þar sem grunur lék á stórfelldum skattalagabrotum, brotum á bókhaldslögum, auk þess sem grunur var um peningaþvætti. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfesti þetta við Kastljós. Í leiðinni kom lögreglan upp um kannabisræktun.

Skattrannsóknarstjóri hefur rannsakað möguleg skattalagabrot fyrirtækja í byggingariðnaið, en aðgerðirnar má rekja til þess. Á þessu stigi liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu mörg fyrirtæki er um að ræða.

Þeir fimm einstaklingar sem sitja nú í varðhaldi eru íslendingar og útlendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu

Fæstir hafa líklega hugsað út í þessa þróun stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn
Fréttir
Í gær

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín

Mjög ósáttur og hvetur Icelandair til að skammast sín