fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Öryrki fær ekki að vera með hund í heimsókn: „Ég er hundfúll,“ segir Sverrir

Sverrir greindist með geðklofa fyrir 23 árum síðan og hefur barist við geðsjúkdóminn síðan þá. Nú býr hann í íbúð á vegum hússjóð Öryrkjabandalagsins, en gæludýrahald er bannað í leiguíbúðum sjóðsins.

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. febrúar 2016 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta getur skipt sköpum fyrir andlega heilsu mína,“ segir Sverrir Jónas Jónasson, sem er ósáttur við Brynju, hússjóð Öryrkjabandalagsins, þar sem hann heldur því fram að athugasemdir séu gerðar við það að hann fái hund í heimsókn til sín á heimili sitt í Hátúni.

Sverrir greindist með geðklofa fyrir 23 árum síðan og hefur barist við geðsjúkdóminn síðan þá. Nú býr hann í íbúð á vegum hússjóð Öryrkjabandalagsins, en gæludýrahald er bannað í leiguíbúðum sjóðsins.

Hart var deilt um gæludýrahald í íbúðum hússjóðsins í maí á síðasta ári eftir að DV vakti athygli á málinu.
Sjá einnig: „Þetta snýst líka um þá sem geta ekki búið þar sem dýr eru“

„Ég er bara með hund sem ég passa af og til,“ segir Sverrir en um Husky hund er að ræða. Sverrir segir hundinn hlýðinn og hávaði sé enginn. Fyrir hefur komið að hundurinn, sem heitir Samona, hafi verið hjá honum næturlangt. Hann segir félagsskapinn mikilvægan og skipti miklu máli þegar kemur að einverunni.

„Ég skil að það sé bannað að vera með gæludýr í húsinu, ég átta mig alveg á því, en mér finnst þetta bara svo sorglegt, og dapurt,“ segir Sverrir. Hann segir að húsverðir hússins séu afar strangir þegar kemur að dýrum í húsinu, og segir þá gera athugasemdir við það þegar hann er með hundinn, eða þegar vinkona hans, sem er eigandi hundsins kemur með hann.

Hart var tekist á um gæludýrahald í fjölbýlishúsum á vegum Öryrkjabandalagsins á stjórnarfundi félagsins í maí á síðasta ári eftir að fjölmiðlar fjölluðu um málið.

Á myndinni sjást þau Sigurveig Buch, með Kristófer í fanginu, Edda Indriðadóttir með Loppu og Friðrik Þór, en öll mótmæltu þau harðlega þegar það var bannað með öllu að halda gæludýr í fjölbýlishúsi ÖBÍ á Sléttuvegi.
Íbúar á Sléttuvegi Á myndinni sjást þau Sigurveig Buch, með Kristófer í fanginu, Edda Indriðadóttir með Loppu og Friðrik Þór, en öll mótmæltu þau harðlega þegar það var bannað með öllu að halda gæludýr í fjölbýlishúsi ÖBÍ á Sléttuvegi.

Mynd: ÞV/DV

Þá kom Garðar Sverrisson, formaður Brynju hússjóðs á fundinn og áréttaði að reglur um gæludýrahald í fjölbýlishúsum hefði alla tíð verið til og gilda þær til dæmis hjá Félagsbústöðum, Búseta, Stúdentum og almennum leigufélögum.

Ástæðan fyrir reglunum eru vegna þess að sumt fólk hefur ofnæmi fyrir dýrunum, aðrir eru hræddir við þau og oft fylgir þeim óhreinlæti.

Þá hafa ýmis vandamál hafa komið upp sem tengjast meðferð á dýrunum því fyrir kemur að eigendur dýranna hafa ekki getað hirt um þau eins og til er ætlast.

Þá segir í fundargerðinni að málið snúist aðallega um ketti og hunda, og hefur fólk stundum sagst vera að geyma dýr fyrir aðra.

Fram komu hugmyndir á fundinum að gæludýr væru leyfð í sumum fjölbýlishúsum á vegum Brynju, í ljósi þess að það er vel þekkt að gæludýr hafa góð og heilsusamleg áhrif á einstaklinga. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það, eftir því sem DV kemst næst.

Brynja á fjölbýlishús á tveimur stöðum, í Hátúni og Sléttuvegi, þar sem hertari reglur um gæludýrahald var mótmælt harkalega á síðasta ári.

Sverrir er mikill dýravinur og honum svíður undan að fá ekki að hafa hundinn hjá sér í heimsókn. „Það skiptir miklu máli fyrir mitt sálarlíf að umgangast dýr,“ segir Sverrir og bætir við: „Svo er ég líka bara að hugsa um fólk sem er einmanna og vill hafa einhvern félagsskap hjá sér.“

Sverrir segist afar ósáttur við strangar reglur þegar að gæludýrunum kemur, og segir að lokum:

„Ég er bara hundfúll.“

Ekki náðist í Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóra Brynju, þegar eftir því var leitað. Í viðtali við DV í apríl á síðasta ári sagði hann: „Dýrahald er bannað í leiguíbúðum okkar. Það eru lög í landinu sem segja að ef sameiginlegur inngang er að ræða er hunda- og kattahald bannað nema að allir sem hann nota séu sammála því að leyfa dýrahald.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“