fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íslendingar hæðast að hælisleitanda sem kveikti í sér: „Það er ekki verið að spara bensínið“

Maðurinn sem brenndist er enn í lífshættu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. desember 2016 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Og þetta er fólkið sem við viljum fá til Íslands,“ skrifar Facebook-notandi í athugasemd við frétt sem DV.is skrifaði í gær. Í fréttinni er sagt frá því að hælisleitandi hafi gripið til þess ráðs að hella yfir sig bensíni og kveikja í, fyrir utan húsakynni Útlendingastofnunar í gær. Maðurinn brenndist mjög illa og var fluttur á sjúkrahús. Hann er frá Makedóníu og er enn í lífshættu.

Í fréttinni kom fram að sama dag hefði lögregla sinnt öðru útkalli vegna hælisleitanda á sama stað, í Víðinesi á Kjalarnesi. Hann hefði hótað að skaða sjálfan sig en sem betur fer kom ekki til þess.

Sjá einnig: Hælisleitandi hellti yfir sig bensíni og kveikti í á Kjalarnesi

„Eru ekki öll mannslíf jafn mikils virði?“

Viðbrögð þeirra sem skrifað hafa athugasemdir við harmleikinn hafa vakið hneykslan. Baráttukonan Sema Erla Serdar en ein þeirra sem haft hefur orð á hatrinu sem birtist í sumum athugasemdanna, bæði við fréttina á DV.is og öðrum vefmiðlum. Hún dregur fram aðstöðu hælisleitenda og segir viðburðinn endurspegla þær hræðilegu aðstæður sem hælisleitendur búa við hér á landi. Óskiljanlegt sé að stjórnvöld geri ekkert til að bæta stöðuna. „taðan versnar með hverjum deginum, málin verða erfiðari með hverri vikunni og ekkert gerist, ekkert. Afhverju er ekki hlúð að þessu fólki? Afhverju fá þau ekki þá aðstoð sem þau þurfa? Afhverju er farið svona illa með fólk? Eru ekki öll mannslíf jafn mikils virði?“ spyr hún.

Hún segir hatrið sem birtist á samfélagsmiðlum óskiljanlegt. „Athugasemdir eins og „Það veitir ekki af því að lýsa aðeins upp í skammdeginu“ og „vona að þeir kveiki allir í sér“ og „gat hann ekki fengið að vera í friði með sína brennu auminginn“ eru dæmi um viðbrögð við þessum sorgarfréttum. Ég mun aldrei skilja hvernig hægt er að búa yfir svona ótrúlega miklu hatri í garð annars fólks, hvernig hægt er að sýna svona mikla mannfyrirlitningu.“

Hafa ekkert fram að færa „nema hatur“

Hún hvetur fólk til að tileinka sér umhyggju og kærleik, auðmýkt virðingu og skilning. „Réttlæti, mannúð og jöfn tækifæri eru leiðarstef sem við ættum öll að fylgja. Það mun ég amk segja við skólakrakkana sem ég heimsæki á morgun til þess að ræða við um fordóma og hatursorðræðu. Það vil ég líka segja við þá sem hafa ekkert fram að færa nema hatur. Þeim vil ég líka senda knús. “

Hér fyrir neðan eru nokkrar af þeim athugasemdum sem birtust við frétt DV frá því í gær. Þar er ýmist gert grín af manninum sem brenndist, alhæft um alla hælisleitendur eða jafnvel múslima. Sumar athugasemdirnar eru settar fram af gervimönnum á Facebook en aðrar ekki. Þá er ágætt að halda því til haga að í mörgum tilvikum er fólkinu svarað fullum hálsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur
Fréttir
Í gær

Birna segir Ara leita allra leiða til að sverta mannorð sitt: „Það er algjör heigulsháttur að beita ofbeldi“

Birna segir Ara leita allra leiða til að sverta mannorð sitt: „Það er algjör heigulsháttur að beita ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Ingvar Thor er sakaður um þjófnað en segist vera fórnarlamb neteineltis: Listamaðurinn ætlar að hafa samband við hann

Ingvar Thor er sakaður um þjófnað en segist vera fórnarlamb neteineltis: Listamaðurinn ætlar að hafa samband við hann
Fréttir
Í gær

Bíræfin svikamylla: Þóttist vera lögmaður fjölskyldu barns sem var ekið á – Vildi fá 350 þúsund krónur

Bíræfin svikamylla: Þóttist vera lögmaður fjölskyldu barns sem var ekið á – Vildi fá 350 þúsund krónur
Fréttir
Í gær

Steingrímur gerði grín að Bergþóri þegar hann vildi fara að sofa

Steingrímur gerði grín að Bergþóri þegar hann vildi fara að sofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur: „Ætti að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá?“

Guðmundur: „Ætti að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útvarpsmaðurinn Ívar er æfur: Var búinn að vara við „pólitískri tónlistartímasprengju“

Útvarpsmaðurinn Ívar er æfur: Var búinn að vara við „pólitískri tónlistartímasprengju“