fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hættu við heilsuhótel á Kjalarnesi: Brúneggjabræður keyptu landið

Bandarískir fjárfestar og stjórnendur hjá BioStem Technologies skoðuðu Nesvík á Kjalarnesi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. desember 2016 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert verður af áformum þriggja bandarískra fjárfesta og stjórnenda hjá fyrirtækinu BioStem Technologies, sem selur stofnfrumumeðferðir frá Flórída, um að reisa heilsuhótel í Nesvík á Kjalarnesi. Þeir höfðu samið við fjármálafyrirtækið Lýsingu hf. um kauprétt á um 40 hektara landi og stofnað íslenska einkahlutafélagið BioStem Iceland utan um verkefnið. Bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir, eigendur Brúneggja ehf., keyptu félagið í haust og tryggðu sér þá skikann sem þeir misstu til Lýsingar árið 2012.

Fékk 17 milljóna lán

Þeir Henry William Van Vurst, framkvæmdastjóri BioStem Technologies, Jason Matuszewski, fjármálastjóri bandaríska fyrirtækisins, og Andrew Van Vurst, rekstrarstjóri þess, sátu allir í stjórn BioStem Iceland. Það gerðu einnig lögmennirnir Haraldur Flosi Tryggvason og Stefán Árni Auðólfsson hjá LMB Lögmönnum. Haraldur sagði í samtali við Fréttablaðið í maí síðastliðnum að erlendir fjárfestar væru að skoða byggingu 100 til 200 herbergja heilsuhótels í Nesvík. Hugmyndir um verkefnið væru enn á frumstigi og ómótaðar en verið væri að vinna með „einhvers konar heilsutengda ferðaþjónustu“. Lögmaðurinn hafði þá í þeirra umboði óskað eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda í Reykjavík á því að áformuð starfsemi félli að gildandi aðalskipulagi.

BioStem rekur höfuðstöðvar í borginni Oakland Park í Flórída-ríki. Fyrirtækið býður meðal annars upp á stofnfrumumeðferðir við ýmsum hrörnunarsjúkdómum í borginni Guadalajara í Mexíkó. Þá sérhæfir það sig einnig í þróun og markaðssetningu lyfja sem eiga að sögn forsvarsmanna þess að hægja á öldrun húðarinnar. Samkvæmt heimildum DV seldu bandarísku fjárfestarnir félagið og kaupréttinn á Nesvík nokkrum mánuðum eftir að viðtalið við Harald Flosa birtist. Eignir félagsins voru þá metnar á 18,5 milljónir króna en íslenska einkahlutafélagið hafði fengið 17 milljóna lán frá erlendu móðurfélagi. Í ársreikningi félagsins fyrir 2015 kemur ekki fram hvar í heiminum móðurfélagið er staðsett.

Endaði hjá Lýsingu

BioStem Iceland heitir nú Nesvík fasteignir ehf. Bræðurnir Björn og Kristinn Gylfi Jónssynir settust í stjórn þess þann 11. nóvember. Fjölskylda þeirra átti Nesvík til ársins 1967, og aftur á árunum 1997 til 2012, en landið var áður hluti af bænum Brautarholti þar sem meðlimir fjölskyldunnar ráku um tíma svínabú og Brúnegg er nú með pökkunar- og birgðastöð. Í Nesvík má finna sumarbústað og félagsheimili sem félag fyrrverandi starfsmanna flugfélagsins Loftleiðir byggði á áttunda áratugnum. Starfsmannafélagið seldi fjölskyldunni landið aftur árið 1997 og var það í kjölfarið skráð á félagið Nesvík ehf. Gjaldþrot fyrirtækja sem eigendur svínabúsins í Brautarholti voru hluthafar í árið 2003 leiddi til þess að Lýsing eignaðist Nesvík í júní 2012 eða níu árum síðar.

Nesvík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í júlí 2015. Samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins var Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf., stærsti hluthafi þess í árslok 2011 með 35 prósenta hlut. Annað hlutafé félagsins var þá í eigu systkinanna Kristins Gylfa, Björns, Ólafs og Emilíu Bjargar Jónsbarna. Kristinn Gylfi vildi ekki tjá sig um félagið þegar DV ræddi við hann í síðustu viku og ekki náðist í Björn Jónsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar Rúnar – „Ég er í svo miklu sjokki að ég er gráti nær, þetta hefði getað endað alveg hræðilega“

Ragnar Rúnar – „Ég er í svo miklu sjokki að ég er gráti nær, þetta hefði getað endað alveg hræðilega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla gagnrýni fyrrverandi landlæknis: „Eins og í leikhúsi fáránleikans“

Mótmæla gagnrýni fyrrverandi landlæknis: „Eins og í leikhúsi fáránleikans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann