fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Fjórir lífeyrissjóðir fjárfestu í leigurisa

– Sameining við Ásabyggð í næsta mánuði – Finnur Reyr, Sigrún og Tómas fara inn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú rúman 15 prósenta hlut í Heimavöllum sem er langstærsta leigufélag landsins. Lífeyrissjóðirnir fóru inn í eigendahóp félagsins í vor ásamt tryggingafélögunum VÍS og TM og fjárfestingarbankanum Kviku. Fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur og Tómasar Kristjánssonar, viðskiptafélaga þeirra, fer inn í hluthafahópinn um miðjan næsta mánuð þegar sameining Heimavalla og leigufélagsins Ásabyggðar á Ásbrú í Reykjanesbæ á að ganga í gegn.

Tómas Kristjánsson, Þorgils Óttar Mathiesen og Finnur Reyr Stefánsson gegndu allir framkvæmdastjórastöðum hjá Glitni um það leyti sem Ásabyggð, áður Háskólavellir, keypti 89 fasteignir af Kadeco árið 2008. Finnur Reyr og Tómas hafa haldið sínum hlut í leigufélaginu og félög í eigu þeirra verða hluthafar í Heimavöllum þegar sameiningin gengur í gegn um miðjan desember.
Keyptu af Kadeco Tómas Kristjánsson, Þorgils Óttar Mathiesen og Finnur Reyr Stefánsson gegndu allir framkvæmdastjórastöðum hjá Glitni um það leyti sem Ásabyggð, áður Háskólavellir, keypti 89 fasteignir af Kadeco árið 2008. Finnur Reyr og Tómas hafa haldið sínum hlut í leigufélaginu og félög í eigu þeirra verða hluthafar í Heimavöllum þegar sameiningin gengur í gegn um miðjan desember.

Fóru inn í vor

Hlutafé Heimavalla nemur sex milljörðum króna en félagið á nú um 1.200 íbúðir um allt land. Eftir sameininguna við Ásabyggð, sem tilkynnt var um í byrjun nóvember, mun fyrirtækið eiga um tvö þúsund íbúðir sem gerir það að langstærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Lífeyrissjóðirnir Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Festa – lífeyrissjóður og Lífsverk fóru allir inn í eigendahópinn síðasta vor í hlutafjáraukningu. Ekki fengust upplýsingar um hversu mikið fjármagn þeir lögðu inn í leigufélagið en á tímabilinu frá mars á þessu ári og fram í ágúst var hlutafé þess aukið um 2,4 milljarða króna.

Fjölskyldufyrirtækið Stálskip, í eigu hjónanna Guðrúnar Lárusdóttur og Ágústs Sigurðssonar, er stærsti hluthafi Heimavalla með 14,3 prósent. Þar á eftir kemur tryggingafélagið Sjóvá með 8,5 prósent og Túnfljót ehf., í eigu Magnúsar Pálma Örnólfssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyrismiðlunar Glitnis, á 8,1 prósent. Einkahlutafélagið Brimgarðar, sem maltverska félagið Coldrock Investments Limited á meirihluta í, á 6,4 prósent en hluthafar Heimavalla eru 59 talsins. Félagið á íbúðir í öllum landshlutum og heilu fjölbýlishúsin í bæjum eins og Selfossi, Þorlákshöfn, Akranesi og Borgarnesi. Íbúðir sem félagið keypti af Íbúðalánasjóði mynda stóran hluta af eignasafni Heimavalla.

Skiluðu 732 íbúðum

Ásabyggð hét áður Háskólavellir ehf. og samdi árið 2008 við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, um kaup á 1.500 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis og lóða á gamla varnarliðssvæðinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Ásabyggð var þá meðal annars í eigu Glitnis, Sparisjóðsins í Keflavík, viðskiptafélaganna Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar, þáverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni og nú varaformanns stjórnar Kviku, Þorgils Óttars Mathiesen, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, og Runólfs Ágústssonar, fyrrverandi rektors Háskólans á Bifröst.

Leigufélagið á Ásbrú keypti alls 89 fasteignir, þar af 76 fjölbýlishús, á 11,6 milljarða króna. Eins og kom fram í frétt DV í október í fyrra greiddu þáverandi eigendur Ásabyggðar alls 4,1 milljarð króna til ríkisins fyrir eignirnar árið 2008. Kaupin voru fjármögnuð með eigin fé kaupenda, lánum frá Íbúðalánasjóði og Glitni og seljendaláni frá ríkissjóði til þriggja ára. Eigendur félagsins greiddu aftur á móti aldrei milljarðana 7,5 sem ríkið átti að fá árin á eftir. Kadeco neyddist því í september 2014 til að leysa til sín 732 íbúðir sem voru áður í eigu Ásabyggðar. Yfirtók Kadeco einnig 7,5 milljarða króna skuld leigufélagsins við ríkissjóð en fékk á móti skuldabréf að verðmæti 2,5 milljarða króna.

Bættu við sig

Eigendur Ásabyggðar héldu eftir 713 íbúðum á Ásbrú sem þeim hafði tekist að koma í útleigu. Samkvæmt frétt DV í október 2015 voru þær þá metnar á 9,7 milljarða. Leigufélagið var í árslok 2015 í eigu tveggja fjárfestingarfélaga; Klasa fjárfestingu hf. og Fjárfestingarfélagsins Teigs ehf. Samkvæmt upplýsingum DV hefur Teigur, sem er í eigu eignarhaldsfélagsins SPB, sem er aftur í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ), nú horfið úr hluthafahópnum en það átti 50 prósent.

Klasi fjárfesting, sem er fjárfestingarfélag Finns Reyrs og athafnakonunnar Steinunnar Jónsdóttur og Tómasar Kristjánssonar, viðskiptafélaga þeirra, og önnur félög því tengd hafa aukið hlut sinn í Ásabyggð. Hjónin og Tómas eiga í dag í Ásabyggð í gegnum samlagshlutafélagið Foss II sem heldur í dag á öllu hlutafé leigufélagsins. Hluthafalisti Foss II hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefur ekki verið uppfærður í samræmi við breytinguna á hluthafahópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar