fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Aðstandendur stúlkunnar í Brasilíu: „Hryllileg sorg sem við erum ganga í gegnum“

Fengu fyrst fréttir að hún væri týnd – „Það er samt von, hún er allavega á lífi“ – Segir erfitt að lesa athugasemdir á samfélagsmiðlum – „Auðvitað kom þetta okkur á óvart.“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. janúar 2016 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er litla frænka okkar, auðvitað er hún ekkert lítil lengur, hún er 20 ára, en hún hefur alltaf verið svo mikil mús þannig að okkur hefur alltaf fundist hún svo lítil. Að fá þær fréttir 29. desember um það að hún sé týnd i Brasilíu var hryllilegt. Að fá þær fréttir sem við fengum af henni rétt fyrir miðnætti 31. desember var hryllilegt.“

Þetta segir Bryndís Kjartansdóttir, frænka stúlkunnar sem er nú í gæsluvarðhaldi í Fortaleza í Brasilíu, í Facebook-færslu sem hún birti í gærkvöldi. Í samtali við DV segir Bryndís að málið sé verulega erfitt fyrir fjölskylduna.

„Við erum venjuleg fjölskylda og það er hryllileg sorg sem við erum að ganga í gegnum.“

Eins og greint hefur verið frá var frænka Bryndísar gripin, ásamt 26 ára íslenskum kærasta sínum, með fjögur kíló af kókaíni á móteli í Brasilíu á milli jól og nýárs.

Sjá einnig: Hótelstarfsmaður kom upp um íslenska parið í Brasilíu

Frænka Bryndísar og kærasti hennar gætu fengið allt að 15 ára fangelsisdóm fyrir smyglið. Í töskum þeirra voru falskir botnar sem kókaínið var geymt í, auk þess sem fíkniefni fundust í smokkum.

Bryndís segir það hafa verið mikið áfall að heyra af málinu. Það hafi þó verið skárra að fá slæmu fréttirnar en að vita ekkert um hvar hún væri niður komin.

„Það er samt von, hún er allavega á lífi.“

Bryndís segir að það hafi verið „svo hryllileg ákvörðun sem frænka hennar tók“ og að vita ekkert hvað verður um hana sé „hryllilega sárt.“

Hún segir einnig mjög erfitt fyrir aðstandendur, sem séu í miklu áfalli og sorgarferli, að horfa upp á umræðuna um málið á samfélagsmiðlum.

„Að sjá fólk setja inn myndir af þessum „aumingjum“ er hryllilega sárt. Að fara upp á flugvöll og taka á móti mömmu hennar og geta ekki gert neitt sem huggar. Að geta ekki sagt „þetta verður allt í lagi“ eða að geta ekki gert neitt til að henni líði betur er svo sjúklega sárt,“ segir Bryndís en hún vildi ekki gefa upp hvort að móðir stúlkunnar væri komin til landsins eða hver líðan hennar væri.

Bryndís segir að öll fjölskyldan sé að reyna að takast á við málið og segir að það hefði komið henni algjörlega í opna skjöldu.

„Auðvitað kom þetta okkur á óvart.“

Að lokum biður Bryndís fólk um að fara varlega í að úthúða þeim sem eru í vanda staddir, líkt og frænka hennar.

„Elsku þið sem dæmið, auðvitað er það ykkar mál, en mig langar samt að biðja ykkur um að hugsa aðeins um það hvað þið eruð að setja inn á netið. Frænka mín kemur örugglega ekki til með að sjá þetta. Það eru bara mamman, pabbinn, afarnir og ömmurnar, systkini, vinir og vandamenn. Það er hollt fyrir alla að hugsa „hvernig myndi ég vilja láta koma fram við mig,“ því enginn veit ævina fyrr en öll er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“
Fréttir
Í gær

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísólfur bendir á gallað heilbrigðiskerfi: „Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“

Ísólfur bendir á gallað heilbrigðiskerfi: „Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“