fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Fréttir

„Hérna, ertu gay?“ Uppnám á fundi Þjóðfylkingarinnar

„Ég vil ekki sjá að hann sé hérna“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. maí 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil ekki sjá að hann sé hérna,“ var hrópað að Bjartmari Oddi Alexanderssyni á fundi Þjóðfylkingarinnar, nýstofnaðrar hreyfingu þjóðernissinna á Íslandi. Fundargestir vildu ólmir losna við hann úr salnum.

Þjóðfylkingin, sem meðal annars berst gegn byggingu mosku á Íslandi og vill vinna eftir kristnum gildum, hélt kynningarfund á Nordica hóteli síðastliðna helgi. Greint er frá fundinum á vef Fréttatímans, þar sem stefna flokksins er sögð ganga út á að „endurheimta óljósa fortíð sem aldraðir fundargestir einir könnuðust við“.

Andrúmsloftið á fundinum var afslappað þar til fundarstjóri ávarpaði Bjartmar Odd sem hefur verið virkur á Pírataspjallinu og birti meðal annars umtöluð viðtöl við Margréti Friðriksdóttur og Örvar Harðarson á Youtube um innflytjendamál, en sá síðarnefndi var fundarstjóri á fundinum. Krafðist Örvar þess að Bjartmar kynnti sig og útskýrði nærveru sína.

Töluvert uppnám varð á fundinum vegna þessa og má heyra eldri mann ítrekað hrópa „Út! Út!“. Þá má á einu myndbandinu sjá eldri mann halla sér í átt til Bjartmars og spyrja: „Hérna, ertu gay?“ Bjartmar svarar því neitandi.
Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um að Bjartmari yrði vísað á dyr varð niðurstaðan sú að hann fékk að vera áfram í salnum, en þó gegn því að hann ætti ekki afturkvæmt ef hann „afskræmdi orð fundarmanna“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar ummælum Kára um vesalinga í sjómennsku fullum hálsi – „Örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar“

Svarar ummælum Kára um vesalinga í sjómennsku fullum hálsi – „Örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar tölur um tjón Rússa í stríðinu

Nýjar tölur um tjón Rússa í stríðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vildi skila taflborði sem hann hafði keypt á 27 milljónir – Páll í Polaris mátaði andstæðing sinn í Héraðsdómi

Vildi skila taflborði sem hann hafði keypt á 27 milljónir – Páll í Polaris mátaði andstæðing sinn í Héraðsdómi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sendi eiginmanni ástkonunnar myndskeið af sér og henni í samförum

Sendi eiginmanni ástkonunnar myndskeið af sér og henni í samförum