fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Steindi Jr. ætlar að hlaupa hálfmaraþon og auglýsir eftir góðu málefni

Keypti fæðubótarefni í Búlgaríu – Skar sig niður um 10 kíló fyrir kvikmynd

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. júní 2017 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steindi Jr. lofaði því að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í útvarpsþættinum Sumarmorgnum á Rás 2 eftir áskorun þáttarstjórnandans Sóla Hólm. Hann lýsti jafnframt eftir góðu málefni til að styrkja í hlaupinu.

Steindi sagðist hafa verið grannur unglingur en haft aðeins þurft að berjast við aukakílóin eftir að hann varð eldri. Í skemmtiferð í Búlgaríu keypti hann fæðubótarefni sem nefnist American Weight Gainer 40.000 en kunni ekki alveg að nota það. Hann æfði lítið en borðaði fæðubótarefnið samhliða öðrum mat og bætti á sig um það bil 8 kílóum að eigin sögn. „Þetta var byrjunin á fitubolluævintýrinu.“

Bumbubolti og KFC

Steindi sagðist alltaf hafa verið á leið í ræktina en ekki gert nógu mikið í því. Ekki hjálpaði til að veitingastaðurinn KFC var í næsta nágrenni við heimili hans. Hann stundar þó svokallaðan bumbubolta einu sinni í viku og segist hafa fínt úthald.

Í vetur þurfti hann að missa um það bil 10 kíló fyrir kvikmyndina Undir trénu sem frumsýnd verður 1. september næstkomandi. Þá borðaði hann lítið og þurfti að taka verkjalyf. Hann mælir því ekki með því að skera sig svona mikið niður á svo stuttum tíma. Jafnframt segir hann að kíóin séu komin á hann aftur.

Þáttarstjórnendurnir þurftu að tala Steinda svolítið til og Steindi sagðist ekki alveg átta sig á vegalengdinni. Hann hefur þó nægan tíma til þess að æfa vel fyrir maraþonið sem fram fer þann 19. ágúst næstkomandi.

DV hvetur lesendur til að benda Steina á gott málefni í athugasemdakerfinu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“