fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

„Að búa við hliðina á Warner Bros og Universal Studios er frekar súrrealískt“

Jenný Rut og Tommi hafa stundað leiklistarnám í Los Angeles undanfarin misseri – Í stöðugu návígi við Hollywood stjörnurnar – „Þetta snýst mikið um að hitta réttan aðila á réttum tíma“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. júní 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú vilt vera í kvikmyndabransanum þá er þetta svo sannarlega einn af bestu stöðunum til að vera á. Að búa við hliðina á Warner Bros og Universal Studios er frekar súrrealískt. En þetta er líka algjör frumskógur og miklu meiri „business“ og klíkuskapur en maður gerði sér grein fyrir í upphafi,“ segir Jenný Rut Arnþórsdóttir sem útskrifaðist á dögunum úr leiklistarnámi við New York Film Academy í Los Angeles. Annar Íslendingur var með henni í náminu, Tommi Þór Guðmundsson og bera þau skólanum og borginni vel söguna.

New York Film Academy var stofnaður fyrir 23 árum en skólinn er nú með bækistöðvar á þremur stöðum í Bandaríkjunum: í Los Angeles, í New York og í Miami. Þá eru einnig útibú frá skólanum í Abu Dhabi, Sydney, Peking og London. Þó nokkrir Íslendingar hafa stundað nám við skólann undanfarin misseri en boðið er upp á nám í kvikmyndagerð, framleiðslu og handritaskrifum að ógleymdri leiklist.

Jenný og Tommi hafa bæði verið búsett í Los Angeles síðan í september 2015. „Ég hef alltaf verið heilluð af leiklist og vildi læra fagið,“ segir Jenný sem sótti um inngöngu í námið eftir að hafa farið í nokkuð misheppnaða áheyrnarprufu fyrir leiklistardeild Listaháskóla Íslands.

„Nokkrum dögum eftir það benti minn fyrrverandi mér á grein í Morgunblaðinu þar sem fram kom að New York Film Academy væri að koma til Íslands og myndi halda áheyrnarprufur á Hilton hótelinu. Svo ég ákvað að vera vel undirbúin fyrir þá áheyrnarprufu og það gekk líka svona vel að ég komst inn! Ég hef líka alltaf verið heilluð af LA og langað til að prófa að búa þar.“

Jenný Rut Arnþórsdóttir.
Jenný Rut Arnþórsdóttir.

Tommi hafði lokið leiklistarnámi við Kvikmyndaskóla Íslands áður en hann flutti út til Bandaríkjanna. „Ég flutti út í lok september 2015, nokkrum dögum áður en skólinn byrjaði. Mig hefur alltaf dreymt um að flytja til Bandaríkjanna og þessi skóli virtist vera besta leiðin. Ég vildi líka læra meiri leiklist.“

Námið í skólanum er þeirra að sögn afar fjölbreytt. „Við fórum smá í sviðsleik, en vorum mest í leiklist fyrir bíómyndir, þætti og meira að segja auglýsingar. Þannig að maður fékk góðan grunn og svp var líka farið vel inn í smáatriðin,“ segir Jenný.

Hún bætir við að enginn staður sé hentugri en Los Angeles fyrir þá sem vilja ná langt í kvikmyndageiranum. „Þetta snýst líka mikið um að hitta réttan aðila á réttum tíma.“

Tommi tekur í sama streng: „Það er mjög gaman að búa hérna úti. Maður fékk innblástur við það að sjá hvað það er mikið í gangi í kvikmyndabransanum hér og sérstaklega þar sem að ég fór alltaf á hjólabrettinu mínu í skólann og fór þá beint framhjá Warner Bros Studios.“

Tommi Þór Guðmundsson.
Tommi Þór Guðmundsson.

Aðspurð um eftirminnileg atvik síðan úr náminu svarar Jenný: „Við fórum nokkrum sinnum inní Universal Studios að taka upp með skólanum og það allra skemmtilegasta fyrir mig var þegar við fengum að taka upp í Wisteria Lane „settinu“ sem flestir þekkja úr Desperate Housewives þáttunum. Þar er gatan algjörlega óbreytt síðan þættirnir voru teknir þar upp.“

„Það eftirminnilegasta úr skólanum var þegar við fengum að endurskapa senur úr bíómyndum. Ég og Jenný endurgerðum Svalasenuna úr „Guardians of the Galaxy“ og það var mjög gaman. Fyrir lokamyndina mína endurgerði ég senu úr „Mallrats“ ásamt tveim öðrum bekkjarfélögum. En skemmtilegast við það var síðan að fá að horfa á fullkláraðar senurnar á stóra skjánum í screening bíóinu inni í Warner Bros Studios,“ segir Tommi.

Sat beint fyrir aftan Söndru Bullock og George Clooney

Eins og við er að búast hafa Jenný og Tommi rekist á þó nokkrar Hollywood stjörnur í Englaborginni.

„Það eftirminnilegasta fyrir mig var þegar ég fór á frumsýningu „Our brand is crisis“ í Chinese theater leikhúsinu í Hollywood með Sandra Bullock og Billy Bob Thornton í aðalhlutverkum. Og George Clooney var framleiðandinn. Þar fékk maður að upplifa rauða dregilinn beint í æð og svo sat ég í miðju kvikmyndahúsinu með Söndru og George beint fyrir neðan mig. Ég verð nú ekki „starstruck“ því þetta er nú bara ósköp venjulegt fólk en ég verð að viðurkenna að þetta var frekar skemmtileg upplifun. Fyrir utan þessa frumsýningu þá fór ég á sýningu á Sausage Party bíómyndinni í Warner Bros og eftir á var svokallað Q&A með Seth Rogan þar sem hann svaraði spurningum úr salnum. Einnig sá ég þar „Trumbo“ og spjölluðum svo við Bryan Cranston eftir á sem var æði þar sem hann er einn af mínum uppáhalds leikurum,“ segir Jenný.

Tommi bætir við: „Skemmtilegasta „stjörnu“ upplifunun mín var þegar ég fór og horfði á „Dont Breathe“ í Hollywood. Þegar ég sast niður var sagt að leikstjórinn, Fede Alvarez, myndi koma og tala við okkur eftir á, sem er snilld því mér finnst hann mjög góður leikstjóri. Síðan þegar myndin endaði, byrjuðu allir að klappa og horfa í áttina að mér. Maðurinn sem sat við hliðina á mér alla myndina stóð þá allt í einu upp. Þá sá ég að þetta var einn af aðal leikurunum i myndinni, Dylan Minnette!“

Jenný og Tommi stefna bæði á að freista gæfunnar í Hollywood nú að útskrift lokinni og grípa þau tækifæri sem bjóðast.

„Ég er núna bara að fara í áheyrnarprufur og er líka að búa til Video fyrir Youtube rásina mína : Experimental Viking,“ segir Tommi en hægt er að horfa á myndböndinhér

„Akkúrat núna er ég að vinna í frekar stóru verkefni sem verður tekið upp í júlí hérna í LA og get því miður ekki farið nánar út í hvað það er að svo stödd. En svo verð ég að viðurkenna að ég er komin með pínu heimþrá. Ég hef ekki farið til Íslands í tvo ár og það er alveg kominn tími,“ segir Jenný og bætir við að það sé einnig freistandi tilhugsun að reyna fyrir sér á leiklistarsviðinu í Bretlandi. „Ég ætla bara að leyfa lífinu að fljóta með mig þangað sem mér er ætlað. Égr ekki mikið fyrir að plana langt fram í tímann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“