fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Íslendingar hrifnir af hlaupaþrautum

Litríkt litahlaup slær í gegn – Gung-ho! væntanlegt

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. júní 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Color Run fór nýlega fram, þriðja árið í röð, og er ljóst að litríka litahlaupið er komið til að vera. Það er þó ekki eina hlaupaþrautabrautin sem Íslendingar fá að prófa í sumar því Gung-ho! verður haldið í ágúst.

„Í ár tóku 10 þúsund manns þátt í Color Run og í heildina hafa um 32 þúsund manns tekið þátt. Í hlaupið mætir fólk á öllum aldri, allt frá börnum í kerru upp í fólk á áttræðisaldri,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson hjá viðburðafyrirtækinu Silent.is sem sér um Color Run. „Fólk gengur og skokkar, það er engin tímataka og fólk er að koma og njóta þess að eiga skemmtilegan dag með fjölskyldu og vinum.“

Davíð og Greta Salóme hress í Hallargarðinum.
Tvö fersk Davíð og Greta Salóme hress í Hallargarðinum.

Mynd: Mummi Lú

Sigurður Hlöðversson og Greta Salóme litrík og hress að vanda.
Gleðikonungurinn og tónlistargyðjan Sigurður Hlöðversson og Greta Salóme litrík og hress að vanda.

Mynd: Ása/Sahara

Skemmtileg tilþrif eiga heima í litahlaupinu.
Brugðið á leik Skemmtileg tilþrif eiga heima í litahlaupinu.

Mynd: Ása/Sahara

Gleðipinninn Eva Ruza sá um upphitun eins og fyrri ár.
Kynnirinn Gleðipinninn Eva Ruza sá um upphitun eins og fyrri ár.

Mynd: Ása/Sahara

Ný fjölskylduskemmtun í ágúst

En Davíð lætur ekki staðar numið við að færa Íslendingum óhefðbundna skemmtun, því næst ætlar hann að bjóða upp á nýja hlaupaþrautabraut, þann 12. ágúst næstkomandi. Hlaupabrautin er fimm kílómetra löng, samanstendur af tíu risavöxnum uppblásnum hindrunum og ber hið skemmtilega nafn Gung-ho!, en nafnið á rætur að rekja til Kína og þýðir samvinna.

„Eftir að við fórum af stað með Color Run, sáum við hvað Íslendingar eru tilbúnir að fara í óhefðbundin hlaup og í fyrra fórum við að skoða fleiri möguleika og fleiri hlaup. Þá rákumst við á breska hlaupið Gung-Ho! sem hefur verið haldið þar í þrjú ár og við fórum til Cardiff og tókum þátt. Við vorum hrikalega ánægðir og skemmtum okkur konunglega. Við buðum Íslendingum sem búsettir eru í Cardiff að taka þátt og prófa með okkur. Niðurstaðan varð sú að þetta var stórkostleg skemmtun og óhefðbundin, þannig að við létum slag standa, sóttum um réttindin meðan við vorum enn þá úti og fengum réttinn til að halda hlaupið á Íslandi og í Skandinavíu,“ segir Davíð.

„Við erum að finna besta staðinn á höfuðborgarsvæðinu til að halda hlaupið þann 12. ágúst næstkomandi og erum með nokkra staði í huga. Við þurfum að komast í bæði mikið rafmagn og mikið pláss. Við þurfum gríðarlega stórt svæði, og til dæmis erum við með eina braut sem er 370 fermetrar, aðrar tvær brautir sem eru yfir 250 fermetrar hvor. Í heildina eru þetta tíu brautir og þúsundir fermetra sem okkur vantar.“

Það fer enginn í galla Love Guru, sem tróð upp eins og honum einum er lagið.
Ástargúrúinn Það fer enginn í galla Love Guru, sem tróð upp eins og honum einum er lagið.

Mynd: Ása/Sahara

Allir eru glaðir og litríkir eftir hlaupið.
Fjör fyrir alla Allir eru glaðir og litríkir eftir hlaupið.

Mynd: Ása/Sahara

Sumir láta sér ekki nægja að fá lit kastað yfir sig, heldur velta sér upp úr litnum.
Meiri lit Sumir láta sér ekki nægja að fá lit kastað yfir sig, heldur velta sér upp úr litnum.

Mynd: Mummi Lú

Myndatökur eru algjört skilyrði í litahlaupinu.
„Selfies“ Myndatökur eru algjört skilyrði í litahlaupinu.

Mynd: Mummi Lú

Í litahlaupinu er upplagt að koma með litríka kollu.
Enn meiri litagleði Í litahlaupinu er upplagt að koma með litríka kollu.

Mynd: Mummi Lú

Myndband frá Color Run 2017.

Facebooksíða GUNG-HO

Heimasíða GUNG-HO

Facebooksíða Color Run

Heimasíða Color Run

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana