fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Fjölnir lét drauminn rætast og keyrði á Evu

„Eins og að keyra í rússíbana, nema með stýri“ – Markmiðið að klára brautirnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. júní 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir Guðmannsson, læknir á Akureyri, lét draum sinn til áratuga rætast um síðustu helgi þegar hann tók þátt í torfærukeppni á bílnum sínum, Evu. Bílinn nefndi Fjölnir í höfuðið á kærustunni sinni, Evu Hilmarsdóttur.

Fjölnir segist hafa velt því fyrir sér í mörg ár að kaupa torfærubíl. Bílinn sem hann síðan keypti hafði hann fyrst séð á sölu fyrir um tveimur árum og haft á honum áhuga síðan. Hann hafi ekki treyst sér til að kaupa bílinn þá, verið nýbúinn í læknanáminu. Nú hafi hann hins vegar verið að ljúka sérnámi sínu og ákveðið að stökkva til. „Það má eiginlega segja að ég hafi keypt hann í svona útskriftargjöf fyrir sjálfan mig. Hann hét upphaflega Frissi fríski, þessi bíll og núna um síðustu helgi voru tuttugu ár frá því hann fór í sína fyrstu torfæru, einmitt hér á Akureyri.“

En hvað kemur til að heimilislæknir á fertugsaldri, sem aldrei áður hefur komið nálægt mótorsporti, stekkur til og kaupir torfærubíl? „Það var strákurinn í mér, hann langaði í bílinn. Þetta er draumur sem hefur fylgt mér frá æsku og þegar ég komst í aðstöðu til að láta hann rætast þá var bara að stökkva til. Það er örugglega skemmtilegra að gera hlutina, þótt maður kunni á einhverjum tíma að sjá eftir því, heldur en að þurfa að sjá eftir því í ellinni að hafa ekki látið slag standa.“

Fjölnir segir að hann hafi sáralítið komið nálægt bílaviðgerðum eða slíku fram til þessa, áhuginn hafi legið í akstrinum sjálfum. „Ég er með ótrúlega gott lið með mér. Það skiptir öllu máli. Þetta eru menn sem ég hef kynnst hér á Akureyri í kringum mótorsportið og bróðir minn og mágur. Fremstur í flokki er Kristján Skjóldal liðstjóri sem hefur stýrt þessu af snilld. Markmiðið var að komast í gegnum mótið, að klára brautirnar tólf, í þessu fyrsta móti og það tókst. Ég gæti ekki verið hamingjusamari.“

Fjölnir á ekki von á að keppa á fleiri mótum í sumar. Hugmyndin var að prófa bílinn og hrista saman liðið en koma svo á næsta ári, grjótharður, og keyra heilt tímabil. Hann er þegar orðinn mjög spenntur. „Þetta er bara brjálæðislegt adrenalínkikk. Þetta er svona eins og að keyra í rússíbana, nema með stýri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla