fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Ólína leitar að týndu fólki: „Það tók á alla sem að leitinni komu“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 27. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

*Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er höfundur árbókar Ferðafélagsins 2017. Bókin nefnist Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp. Ólína á ættir að rekja til Ísafjarðar, fluttist þangað 14 ára gömul með fjölskyldu sinni og var þar í menntaskóla. Síðar fluttist hún til Reykjavíkur og lærði íslensku, bókmenntir og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún starfaði meðal annars sem sjónvarpsfréttamaður, borgarfulltrúi og háskólakennari en sneri aftur til Ísafjarðar árið 2001 til að taka við starfi skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Hún varð þingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009–2013 og 2015–2016.

Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Ólínu og ræddi við hana um nýju bókina, árin á Ísafirði, starfsferilinn, pólitíkina og skáldskapinn.*

Leitar að týndu fólki

Myndin var tekin við leitina að Birnu Brjánsdóttur.
Ólína og Skutull Myndin var tekin við leitina að Birnu Brjánsdóttur.

Ólína er mikil útivistarmanneskja og náttúruunnandi. „Já, ég var hestamaður í 40 ár, alin upp á hestbaki og alltaf í sveit á sumrin sem krakki.“ Á seinni árum hefur hún verið björgunarsveitarmaður með björgunarhund og tekið leitarútköll hjá Landsbjörg þegar fólk týnist.

Af hverju ertu í björgunarsveitinni?

„Það byrjaði með því að ég fékk mér hund og vildi finna verðugt verkefni fyrir hann. Mig langaði ekki til að hafa hann sem stofudýr. Þegar maður byrjar að þjálfa jafn mikilvæga björg og leitarhundur er þá áttar maður sig smám saman á ábyrgðinni sem fylgir því að starfa með björgunarsveitum. Áður en ég vissi af þá var ég farin að þjálfa sjálfa mig til þess að geta tekið útköll með hundinn, og áður en langt um leið vorum við farin að leita að fólki við misjafnar aðstæður.

Við höfum verið samstarfsfélagar, ég og Skutull, í hátt í áratug og tekið upp undir 40 útköll. En af því þú spyrð hvers vegna, þá finnst mér að fólk eigi að láta gott af sér leiða. Það getur maður gert með ýmsu móti öðru en því að skrifa bækur eða taka þátt í stjórnmálum. Lífið er fullt af tækifærum og allar manneskjur eru margskiptar. Það getur enginn steypt sig í eitt mót, ég get það að minnsta kosti ekki.“

Tekur það ekki á að leita að týndu fólki?

„Jú, það getur vissulega gert það sérstaklega þegar niðurstaðan er sorgleg, sem hún er því miður alltof oft. Síðast tók ég þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur, það tók á alla sem að leitinni komu. Veðrið var vont fyrstu dagana og við Skutull tókum erfið leitarsvæði í byrjun svo þetta reyndi á okkur bæði andlega og líkamlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar