fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Bubbi: Nú er bannað að segja að fólk sé feitt

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 26. maí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má ekki segja við einhverja manneskju; heyrðu þú ert of feitur, hugsaðu betur um þig, þetta er ekki sniðugt. Þú lendir bara á forsíðu dagblaðanna, hann sagði að Jón væri of feitur!“

Bubbi Morthens er hættur að tjá sig í kommentakerfum fjölmiðla. Hann segir fólk grimmt og ofurviðkvæmni eigi sér stað. Bubbi var gestur í þættinum Eftir hádegi á Rás 2. Þar hélt Bubbi fram að lítið væri á því að græða að tjá sig í kommentakerfum fjölmiðla.

„Ég er að reyna draga mig út. Þetta hefur ekkert upp á sig, er svipað og að stíga ofan í drullu og festast. Stundum þegar maður er að veiða þar sem gróður hefur safnast saman og það verður að svona dýi og þú ert bara fastur. Hvernig á ég að koma mér burt héðan? Það er það sem gerist á kommentakerfunum. Það er mjög gaman þegar fólk er að svívirða hvort annað og þá set ég undir, engin skoðun.“

Bubbi kveðst hafa frelsast eftir að hann hætti að tjá sig undir fréttum vefmiðla.

„Þetta er frelsi. Það er svo auðvelt að nærast á reiði og drullu og gremju. Segjum bara að einhverjum gangi vel, Siggi útrásarvíkingur er ofboðslega ríkur og hvað sérðu svo ef þú skoðar kommentakerfið, það er hraunað yfir hann. Þetta er þjófur. Þetta er glæpamaður. Hann er svona. Er þetta fólk sem er í fjárhagsvandræðum. Er þetta fólk sem langar að verða ríkt. Út af hverju bregst fólk svona við?“

Þá var Bubbi spurður hvort það mætti hafa skoðun á holdafari fólks og svaraði Bubbi að nú væri það bannað.

„Í hvaða veröld erum við stödd. Máttu hafa skoðun á bíómyndum, máttu hafa skoðun á ljóðlist, tónlist, máttu geta sagt: „Þetta málverk er ljótt, ég fýla það ekki?“ Lendir þú á forsíðunni út af því?

Þetta er gengið of langt?

„Halló, það er ekki þar með sagt að þetta sé body-fasismi að segja að þetta, heldur miklu meira kærleikur, alveg eins og ef þú kemur inn í bílskúr og það hangir einhver í snöru og þú segir: „Nei ég ætla sko ekkert að gera í þessu vinur minn. Ég ætla bara að leyfa þér að hanga, ég gæti lent á forsíðunni.““

Börnin tekið hluti inn á sig

Mynd: Kristinn Magnússon

Bubbi segir fólk leyfa sér of mikið undir nafni og mynd. Bubbi tjáði sig um kommentakerfi við DV þann 25. apríl. Þar sagði Bubbi:

„Það hafa alls konar hlutir verið sagðir, sumir verulega ljótir. Þetta fer inn í þig og tekur frá þér orku ef þú sérð ummælin. Ég forðast ekki viðtöl en ég er hættur að tjá mig um ákveðna hluti […] Börnin mín hafa tekið hluti inn á sig vegna þess sem hefur verið sagt um mig.“

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir tjáði sig um viðtalið við Bubba á Facebook í gær. Tara Margrét er félagsráðgjafi og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu. Hún hefur sagt einstaklinga í yfirþyngd verða statt og stöðugt fyrir miskunnarlausum fordómum og sé það gróft brot á þeim grundvallarmannréttindum sem hver einstaklingur á að fá að njóta óháð útliti, hegðun og stöðu. Hefur Tara sagt að feitt fólk fái ekki samþykki samfélagsins til að lifa vel í eigin skinni og þurfi stöðugt að vera reyna að grennast til að öðlast samfélagslegt samþykki. Um viðtalið segir Tara.

„Frétti að Bubbi hefði farið í viðtal á Rás 2 í dag [í gær] þar sem hann kvartaði og kveinaði yfir því að mega ekki lengur viðra skoðanir sínar á holdafari fólks í friði. Mikið er ég fegin að þetta komst loks til skila.“

Ættir ekki að gera þetta

Bubbi rifjaði svo upp þegar hann sagði að Ragnhildur Steinunn ætti ekki að vera syngja. Ragnhildur Steinunn greindi frá því í viðtali við Monitor árið 2011 að Bubbi hefði ekki hrifist sérstaklega af söng hennar.

„Ég söng eitt lag í Astrópíu með Helga Björns sem var spilað í útvarpinu. Þá hitti ég Bubba á ganginum í RÚV og ætlaði að fara að heilsa honum þegar hann segir við mig: „Þú syngur illa.“ Ég fékk algjört sjokk og hann hélt áfram: „Já, þú átt ekkert að vera að syngja,“ sagði Ragnhildur í Monitor.

Um þetta atvik sagði Bubbi nú sex árum síðar:

„Einu sinni sagði ég, ég sá alltaf eftir því, ég sagði við hana, hún er svo dásamleg hún Ragnhildur Steinunn og ég sagði: „Þú átt ekki að vera gera þetta og hún sagði frá þessu í einhverju viðtali. Þú hefðir átt að sjá kommentakerfið. Það varð allt vitlaust. Svona er þetta,“ sagði Bubbi og bætti við á öðrum stað: „Það er vísvitandi verið að reyna að meiða fólk á kommentakerfunum. Ég held að verði ekki aftur snúið. Ég held að þetta eigi eftir að versna.“

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla