fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sóley Tómasdóttir sér ekkert jákvætt við Costco: „Vond áhrif á vöruverð, skipulag, samgönguhætti“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gleðjast margir yfir komu Costco til Íslands og er lágu vöruverði fagnað á Facebook. Fólk deilir myndum af vörum í gríð og erg á milli þess sem íslenskum verslunum er úthúðað fyrir of hátt vöruverð, nánast aftur í aldir og ganga sumir svo langt að halda fram að verslunareigendur hafi vísvitandi okrað á Íslendingum, bæði í mat og olíu. Vöruverð Costco staðfesti og varpi ljósi á það.

Það eru ekki allir sem hrífast með. Sóley Tómasdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstra grænna sem nú er búsett í Hollandi er alls ekki hrifin og sér ekkert jákvætt við að verslunarrisinn hafi numið land á Íslandi. Segir Sóley að til lengri tíma litið verði áhrifin neikvæð og telur upp fjölmargar ástæður fyrir því.

„Að gleðjast yfir komu Costco til Íslands er soldið eins og að pissa í skóinn sinn. Já, vöruverð lækkar vissulega af því það er kominn risi sem getur boðið vörur á lægra verði, en þegar hann verður búinn að drepa verslanirnar sem áður þóttu stórar mun þessi risi einn ákveða verðið,“ segir Sóley og bætir við að Bónus hafi drepið kaupmanninn á horninu og stórmarkaðir gert út af við sérverslanir.

Sóley uppsker nokkurn stuðning frá vinum sínum á Facebook á meðan aðrir halda fram að hún snúi hlutunum á haus. Skoðun Sóleyjar fellur líklega ekki í kramið hjá flestum Íslendingum en Sóley er þekkt fyrir að vera óhrædd við að fara á móti straumnum.

„Þessi þróun hefur vond áhrif á vöruverð, skipulag, samgönguhætti og mannlíf í byggð til lengri tíma og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinda ofan af henni. Ok bæ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“