fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Logi tekinn á Landsþingi Landsbjargar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. maí 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíunda landsþing Landsbjargar fór fram síðastliðna helgi á Akureyri í bongóblíðu. Endaði dagskráin á glæsilegri árshátíð í íþróttahúsinu þar sem 600 manns skemmtu sér og slógu botn í vel heppnað landsþing. Veislustjóri var hinn geðþekki Logi Bergmann, sem fór á kostum í veislustjórninni og gerði grín að mönnum og málefnum eins og honum er einum lagið.

En snemma kvölds var ljóst að gríninu var snúið upp á Loga. Eins og margir vita þá er Logi með eindæmum hrekkjóttur maður og því ákvað einn félaga Landsbjargar að gestirnir myndu hrekkja hann all verulega. Sveinn Engilbert Óskarsson sem er félagi í Björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði kom í ræðupúltið undir lok þingsins á laugardag, gaf fundargestum símanúmerið hans Loga og hvatti alla til að senda honum sms þegar hann myndi stíga á svið um kvöldið.

Og svo varð úr. Fljótlega eftir að Logi steig á svið byrjuðu viðstaddir að senda honum sms, sem voru af ýmsum toga, allt frá „Hæ Logi“ upp í stuttu ritgerðirnar. Þegar hann steig svo af sviði í fyrsta sinn reif hann upp símann og hló yfir þessum ósköpum. Las hann upp nokkur sms þegar hann steig næst á svið og dæmi eru um að hann hafi svarað einhverjum þeirra, en ekki er vitað hve mörgum. Enda tæki það líklega góðan tíma að svara rúmlega 300 smsum.

Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg tók þessa skemmtilegu mynd af Loga þegar hann reif upp símann, 340 sms komin. Á myndinni má einnig sjá einn af borðfélögum Loga, Hilmar Snorrason skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna.
Tekinn Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörg tók þessa skemmtilegu mynd af Loga þegar hann reif upp símann, 340 sms komin. Á myndinni má einnig sjá einn af borðfélögum Loga, Hilmar Snorrason skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar