fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Forríkir Evrópubúar

Listi yfir ríkasta fólkið í nokkrum Evrópulöndum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. apríl 2017 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Time, má finna lista yfir ríkastu milljónamæringana í nokkrum Evrópulöndum. Listinn er byggður á lista Forbes yfir ríkasta fólk heims. Sumir milljaramæringanna á listanum hafa unnið sig upp frá litlum efnum. Aðrir byggja veldi sitt á aldagömlum auð. Hér að neðan er listinn talið frá þeim „fátækasta“ og upp. Upphæðirnar eru í breskum pundum þar sem erfitt er að koma fyrir öllum núllunum séu upphæðirnar reiknaðar yfir í íslenskar krónur. Svo svimandi háar eru þessar upphæðir.

Rúmenía: Ion Tiriac.

Eigið fé: 804.000 bresk pund
Tiriac er fyrrverandi tennis- og íshokkíleikari sem hagnaðist á ýmiskonar viðskiptafjárfestingum eftir hrun kommúnismans í Rúmeníu árið 1989.

Mónakó: Tatiana Casiraghi.

Eigið fé: 1,8 milljarðar breskra punda
Casiraghi er erfingi bjórveldis og er einnig hluti af konungsfjölskyldu Mónakó. Casiraghi erfði meirihluta auðs síns frá afa sínum sem seldi hlut sinn í Bavaria brugghúsinu árið 2005. Casiraghi er gift prinsinum Andrea Casiraghi sem er fjórði í röðinni að mónakósku krúnunni.

Pólland: Dominika & Sebastian Kulczyk

Eigið fé: 2,9 milljarðar breskra punda
Systkinin deila saman auð sem þau erfðu frá Jan föður sínum þegar hann lést árið 2015. Þau hafa séð um fjárfestingar og eignir föður síns frá árinu 2014.

Portúgal: Americo Amorim

Eigið fé: 3,7 milljarðar breskra punda
Amorim auðgaðist af korkfyrirtæki sem afi hans stofnaði. Hann á einnig eignir í Angólu, fyrrum portúgalskri nýlendu.

Belgía: Albert Frere

Eigið fé: 3,7 milljarðar breskra punda
Frere er fjárfestir sem efnaðist á stáli á 8. Áratug síðustu aldar. Hann hefur síðan þá átt í ýmis konar viðskiptum.

Noregur: Odd Reitan

Eigið fé: 6,8 milljarðar breskra punda
Reitan varð ríkur af verslun með matvöru og smásölu. Hann stofnaði REMA 1000 sem er stærsta matvörukeðja Noregs.

Sviss: Ernesto Bertarelli

Eigið fé. 6,8 milljarðar breskra punda
Bertarelli varð ríkur af sölu Serono, lyfjafyrirtækis sem stofnað var af afa hans.

Kýpur: John Fredriksen

Eigið fé: 7,9 milljarðar breskra punda
Fredriksen væri ríkasti maður Noregs hefði hann verið um kyrrt í heimalandi sínu, en hann er núna kýpverskur ríkisborgari og einn mikilvægasti olíubarón heims. Hann græddi gríðarlegar fjárhæðir á að flytja olíu á meðan á stríðinu milli Íran og Írak stóð.

Holland: Charlene de Carvalho-Heineken

Eigið fé: 9,3 milljarðar breskra punda
Carvalho-Heineken er erfingi Heineken brugghússins. Afi hennar byggði upp fyrirtækið seint á 19. Öld. Carvalho-Heineken situr í stjórn fyrirtækisins.

Danmörk: Kjeld Kirk Kristiansen

Eigið fé: 10,1 milljarður breskra punda
Kristiansen á Lego ríkidæmi sitt að þakka. Afi hans Ole Kirk Christiansen stofnaði fyrirtækið.

Bretland: Sri og Gopi Hinduja

Eigið fé: 11,6 milljarðar breskra punda
Systkini á áttræðisaldri sem reka fyrirtækjasamsteypuna Hinduja Group. Fyrirtækið á Indverska bifreiðaframleiðandann Ashok Leyland.

Austurríki:Dietrich Mateschitz

Eigið fé: 10 milljarðar breskra punda
Mateschitz stofnaði fyrirtækið Red Bull og á næstum helming hlutabréfa í því.

Svíþjóð: Stefan Persson

Eigið fé: 15,9 milljarðar breskra punda
Person er stærsti hluthafinn í H&M fatakeðjunni. Faðir hans stofnaði fyrirtækið og sonur hans er forstjóri þess.

Þýskaland: Georg Schaeffler

Eigið fé: 16 milljarðar breskra punda
Georg Schaeffler á 80% af iðnframleiðslufyrirtækinu Scaeffler Group. Mamma hans á hin 20%. Fyrirtækið framleiðir legur fyrir vélknúin farartæki, flugvélar og iðnaðartæki.

Ítalía: Maria Franca Fissolo og Giovanni Ferrero

Eigið fé: 19,8 milljarðar breskra punda
Mæðginin eru erfingjar Michel Ferrero sem átti sælgætisframleiðslufyrirtækið Ferrero SpA. Giovanni Ferrero er forstjóri fyrirtækisins.

Frakkland: Liliane Bettencourt

Eigið fé: 30,6 milljarðar breskra punda
Bettencourt er ríkasta kona Evrópu. Hún og börn hennar eiga 33% hlut í snyrtivörurisanum L’Oreal.

Spánn Amancio Ortega

Eigið fé: 56,6 milljarðar breskra punda
Ortega er spænskur viðskiptajöfur sem stofnaði tískufyrirtækið Inditex. Fyrirtækið er þekktar fyrir tískuverslunarkeðjuna Zara. Ortego er næst ríkasti maður heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“