Töfrandi ljósmyndir Arnars vekja heimsathygli: Norðurljósin í allri sinni dýrð

Fær umfjöllun í erlendum miðlum

Arnar Kristjánsson ljósmyndari hefur náð einstökum ljósmyndum af íslenskri náttúru þar sem fegurð hennar fær að njóta sín undir norðurljósadýrð. Hafa erlendir miðlar á borð við Daily Mail og Mirrorbirt myndir hans og hrósað í hástert.

Arnar er í sambandi með hinni ítölsku Simonu og hafa þau eytt ómældum tíma úti í íslenskri náttúru og ferðast vítt og breitt um landið. Hafa þau meðal annars eytt saman nótt í tjaldi um miðjan vetur í því skyni að ná hinni fullkomnu mynd.
Hann viðurkennir að það geti reynt á þolinmæðina að ná hinni fullkomnu mynd: „Ef þú vilt ná eins góðri mynd og hægt er þá einfaldlega verður þú að bíða eftir rétta augnablikinu. Stundum þýðir það að þú þarft að vera í marga klukkutíma á sama stað.“

„Þetta hljómar brjálæðislega en þegar þú horfir til baka þá er það þess virði vegna þess að þú öðlast ómetanlegar minningar,“ segir hann og bætir við: „Við höfum sérstakt ráð við því þegar okkur verður kalt á næturna; þá dönsum við saman til að halda á okkur hita.“

Hann segist heillaður af norðurljósunum. „Þau eru sannkallað náttúruundur. Þau vekja fram einhverja sérstaka tilfinningu og ró í hvert sinn.“

Hér og Hér má sjá fleiri ljósmyndir eftir Arnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.