Mánudagur 20.janúar 2020

Íslendingar hin útvalda þjóð

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. mars 2019 17:00

Jónas Guðmundsson Þingmaður úr Múlasýslum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1937 gaf breski dulspekingurinn Adam Rutherford út rit sem kom flatt upp á marga. Bar það heitið Iceland’s Great Inheritence og fékk mikla útbreiðslu. Í ritinu var því haldið fram að íslenska þjóðin væri í raun framhald af ættbálki Benjamíns í landinu helga. Ritið féll inn í þá stefnu sem upp kom undir lok 20. aldarinnar að norrænu þjóðirnar væru allar afkomendur gyðinganna. Hér á Íslandi bergmálaði þingmaðurinn Jónas Guðmundsson þessar skoðanir um arfleifð Íslands.

 

Bók Rutherford
Enn þá auðfáanleg í búðum.

Litlar, blandaðar og umburðarlyndar þjóðir

Ættbálkur Benjamíns var einn af hinum tólf ættbálkum Ísraels, staðsettur sunnan við Júdeu. Rutherford dregur fram ýmis líkindi með íslensku þjóðinni og þessum ættbálki, svo sem smæðina og aldurinn. Benjamín var yngsti sonur Jakobs og ættbálkur hans sá smæsti.

Önnur líkindi samkvæmt kenningu Rutherford voru hinn blandaði uppruni. Landnemar hér á Íslandi hafi að stórum hluta verið norrænir karlmenn en konurnar þrælar frá Bretlandseyjum. Þetta samsvari sér vel við þá kenningu að allar konur ættbálks Benjamíns hafi verið drepnar í stríði við aðra gyðinga á tólftu öld fyrir Krist. Hafi eftirlifandi karlar ættbálksins þá sótt konur frá bænum Jabesh-Gilead, austan við ána Jórdan.

Enn önnur líkindi væru umburðarlyndið og frelsið. Líkt og í ættbálki Benjamíns væri hér á Íslandi mikið umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum.

 

Jónas Guðmundsson
Þingmaður úr Múlasýslum.

2.520 ár

Með því að sýna fram á þessi líkindi og fleiri vildi Rutherford sýna að Íslendingar væru útvalin þjóð sem ætti eftir að leika lykilhlutverk í framtíðinni. Þetta væri blessun, ekki aðeins fyrir Íslendinga sjálfa heldur öll Norðurlönd og Bretlandseyjar. Hinn mikla arfleifð.

Þetta mætti þegar sjá á formgerð þjóðarinnar. Hún væri vel læs og stæði framarlega í menningu. Enginn munur væri á því hvernig menntað og ómenntað fólk talaði og slangur væri ekki til. Ástin á bókmenntum og ljóðlist hafi haldist ómenguð í gegnum aldirnar.

Rutherford var djúpt sokkinn í talnaspeki og spádóma. Í ritningum þóttist hann sjá spádóma í tölunni sjö og eftir flókinni reikningskúnst áætlaði hann að sjö tíðir væru samanlagt 2.520 ár. Þetta væri tíminn sem hinar útvöldu þjóðir væru undirokaðar, frá falli Ísraelsríkis 579 fyrir Krist til sjálfstæðis Íslands sem yrði þá árið 1941.

Bókin var gefin út í Bretlandi á ensku en einnig seld hér á landi. Hún átti hins vegar eftir að fara á flug og ári eftir útgáfuna var hún þýdd á tungu Malaja og seld í Indlandi.

Hér á Íslandi boðaði Jónas Guðmundsson sams konar spádóma um guðleg áform og hlutverk Íslendinga. Jónas, sem var þingmaður Alþýðuflokksins, var gjarnan kallaður Jónas pýramídaspámaður og skrifaði mörg rit þess efnis, til dæmis bókina Spádómarnir um Ísland sem út kom árið 1941.

Í ritinu Dagrenningu sem hann ritstýrði sagði árið 1955:

„Aldrei fyrr í veraldarsögunni hefur nokkur þjóð verið kölluð til þess að inna af hendi svo dýrðlegt hlutverk sem það, er innan lítillar tíðar mun falla Íslandi í skaut.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fékk fallegt bréf níu árum eftir leiðinlegt atvik: ,,Aldrei of seint að biðjast afsökunar“

Fékk fallegt bréf níu árum eftir leiðinlegt atvik: ,,Aldrei of seint að biðjast afsökunar“
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Falsaðir 100 evru seðlar í umferð

Falsaðir 100 evru seðlar í umferð
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Réðust á starfsmann og tóku vörur úr versluninni

Réðust á starfsmann og tóku vörur úr versluninni
433
Fyrir 13 klukkutímum

Messi hetjan í fyrsta leik Setien

Messi hetjan í fyrsta leik Setien
433
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk: Þetta var ekki brot

Van Dijk: Þetta var ekki brot