fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Teikningu Muggs stolið og fargað

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 9. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember árið 1984 var teikningu eftir Mugg, einn dáðasta myndlistarmann Íslandssögunnar, stolið af Listasafni Alþýðusambandsins. Um var að ræða teikningu sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann sem var náfrænka listamannsins. Þjófurinn reyndi að koma verkinu í verð en þegar það tókst ekki fargaði hann því.

Smyglaði sér inn á safnið

Árið 1984 var haldin sýning í Listasafni ASÍ á verkum Guðmundar Péturs Thorsteinssonar, Muggs, sem var einn af merkustu myndlistarmönnum Íslands. Muggur, sem var frá Bíldudal, lést aðeins 32 ára gamall árið 1924 úr brjóstveiki í Danmörku. Muggur var fjölhæfur málari og þekktur fyrir verk sýn sem hann byggði á íslenskum þjóðsögum. Í dag er hann þekktastur fyrir að hafa myndskreytt barnabækurnar Tíu litlir negrastrákar og Sagan um Dimmalimm.

Föstudaginn 14. desember hvarf eitt verkanna af sýningunni, blýantsteikning frá árinu 1913 sem bar heitið Beta. Teikningin var af Elísabetu Egilsson Waage, systurdóttur Muggs, sofandi þegar hún var þriggja ára gömul og hún var einnig eigandi verksins.

Skólahópur var á listasafninu þennan dag, utan opnunartíma, til að fræðast um verk Muggs og með þeim hafði laumast inn maður sem enginn kunni deili á. Þegar starfsfólk safnsins tók eftir því að verkið var horfið var strax hringt á lögregluna og leit hafin að manninum.

„Þetta kemur óneitanlega við mig, myndin var svo persónuleg,“ sagði Elísabet í samtali við Morgunblaðið. Hún hafði fengið myndina í arf frá ljósmóður sinni, Þuríði Bárðardóttur. „Þessi mynd er eini erfðagripurinn sem ég hef eignast í lífinu. Ég vona bara að þetta sé ekki einhver ólánsmaður sem eyðileggur hana.“

Reif teikninguna í smátt

Þriðjudaginn 18. desember hafði lögregla upp á manninum, sem var á þrítugsaldri og hafði aldrei komið við sögu lögreglu áður. Við yfirheyrslu neitaði hann sök og var sleppt í kjölfarið. En eftir að nýjar upplýsingar bárust um málið var hann handtekinn á ný degi seinna og játaði hann þá að hafa stolið Betu.

Sagðist maðurinn hafa stolið myndinni til þess að selja kunningja sínum en þegar kunninginn vildi ekkert með hana hafa þá hafi hann rifið hana í smátt og fleygt henni. Kunningi þjófsins var einnig yfirheyrður vegna málsins. Þórir Oddsson rannsóknarlögreglumaður tjáði fjölmiðlum hins vegar að óvíst væri um sannleiksgildi frásagnarinnar og að verkið væri hugsanlega falið einhvers staðar. Verkið hefur hins vegar aldrei komið í leitirnar.

Öryggismál Listasafnsins voru endurskoðuð í kjölfarið á þjófnaðinum. Beta var tryggð eins og önnur verk á sýningunni og voru sérfróðir matsmenn kvaddir til að meta verðmætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum