fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Klósettpappírssölumenn í fangelsi á Eskifirði

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júlí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin: Um miðjan febrúarmánuð árið 1990 héldu tveir ungir menn af stað í leiðangur á sendibíl til að selja klósettpappír fyrir íþróttafélag á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin endaði hins vegar í fangelsisklefa á Eskifirði.

Mennirnir tveir sögðust ætla að selja pappírinn, um fjögur þúsund rúllur, á höfuðborgarsvæðinu en héldu engu að síður austur á firði og á leiðinni þangað fengu þeir sér sitt lítið af hassi.

Þegar þeir komu austur á Breiðdalsvík brutust þeir inn í vélaverkstæði og stálu verkfærum.

Síðan brutust þeir inn í kaupfélagið á staðnum og tóku myndbandstökutæki, sælgæti og fleira.

Sama dag voru þeir handteknir í Neskaupstað og færðir í fangaklefa.

Rúllurnar voru þá allar óseldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar