fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Seinfeld fór á strippstaðinn Óðal

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. maí 2018 19:00

Jerry Seinfeld til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí árið 1997 kom bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld í heimsókn til Íslands ásamt lífverði sínum. Á þeim tíma voru komur frægra til Íslands ekki jafn tíðar og nú og því mikið fjallað um heimsóknina í fjölmiðlum.

Seinfeld fór í Bláa lónið og snæddi þar heitreyktan silung og heilagfisk ásamt lífverðinum. Síðan var haldið út á lífið á skemmtistaðina Óðal og Astró. „Það var gaman í gærkvöldi,“ sagði grínistinn í samtali við DV 20. maí. „Ég er með vini mínum hér og ætla að dvelja í nokkra daga.“

Heimsókn Seinfeld var fyrirvaralaus og kom svo flatt upp á landann að fæstir sem hittu hann gerðu sér strax grein fyrir því að þeir stæðu frammi fyrir einni stærstu sjónvarpsstjörnu samtímans. „Þegar þeir komu hingað afgreiddi ég hann án þess að líta upp,“ sagði Ásta Einarsdóttir í Bláa lóninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki