fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

TÍMAVÉLIN: Dínamít í tófugreni: „Hættulegt hvort sem það er í höndum óvita eða illvirkja“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 19. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 1979 var á sjöunda tug kílóa af dínamít-sprengiefni og 150 hvellhettum stolið úr skemmu fyrirtækisins Léttsteypunnar í Reykjahlíð við Mývatn en Léttsteypan sérhæfði sig í framleiðslu hleðslusteina og veghellna.

Þann 14. september sama ár var bóndinn á Grímsstöðum að smala í landi sínu þegar hann rakst á þýfið í hraungjótu við gamalt tófugreni. Hann hringdi samstundis í lögregluna á Húsavík sem mætti á svæðið.

Tryggvi Kristvinsson yfirlögreglumaður sagði brúnaþungur við Vísi: „Við vitum enn ekki hvort þetta er dínamítið, sem stolið var. Og við vitum enn ekki hvort hér sé allt sprengiefnið fundið en það er mest um vert, að þetta sprengiefni fannst, því það er mjög hættulegt hvort sem það er í höndum óvita eða illvirkja.“ Rannsókn málsins hélt áfram en ekki var upplýst hvort þjófurinn fannst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“
Fókus
Í gær

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bar eitrað skyr í bróður sinn

Bar eitrað skyr í bróður sinn