fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

TÍMAVÉLIN: Þóttust vera kóngafólk og plötuðu herinn

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Horace de Vere Cole var einn þekktasti prakkari sögunnar. Hann skipulagði ýmsa hrekki ásamt félögum sínum úr Cambridge-háskóla í Bretlandi, þar á meðal rithöfundinum Virginiu Woolf.

Í febrúar árið 1910 fóru þau um borð í herskipið HMS Dreadnought, dulbúin sem konungsfjölskyldan í Abbyssínu (nú Eþíópíu) og máluð svört í framan.

Asinn var mikill um borð og áhöfnin fann ekki fána Abbyssínu þannig að þeir flögguðu fána Zanzibar og spiluðu þjóðsöng þeirrar eyju.

Cole og félagar töluðu bullmál sín á milli sem samanstóð aðallega af latneskum og forngrískum frösum. Þá hengdu þau orður á skipherrana og hópmynd var tekin fyrir dagblöðin. Þegar hrekkurinn komst upp var áhöfn Dreadnought og breski sjóherinn niðurlægð.

Krafist var þess að prakkararnir yrðu handteknir en að lokum var sæst á að þeir fengju táknræna rassskellingu með vendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“
Fókus
Í gær

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“

Náinn samstarfsfélagi poppkóngsins segir hann níðing: „Það gat enginn stöðvað Michael“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir

Þetta vissir þú ekki um snjallsíma: Níu áhugaverðar staðreyndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bar eitrað skyr í bróður sinn

Bar eitrað skyr í bróður sinn