fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Þóttust vera kóngafólk og plötuðu herinn

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Horace de Vere Cole var einn þekktasti prakkari sögunnar. Hann skipulagði ýmsa hrekki ásamt félögum sínum úr Cambridge-háskóla í Bretlandi, þar á meðal rithöfundinum Virginiu Woolf.

Í febrúar árið 1910 fóru þau um borð í herskipið HMS Dreadnought, dulbúin sem konungsfjölskyldan í Abbyssínu (nú Eþíópíu) og máluð svört í framan.

Asinn var mikill um borð og áhöfnin fann ekki fána Abbyssínu þannig að þeir flögguðu fána Zanzibar og spiluðu þjóðsöng þeirrar eyju.

Cole og félagar töluðu bullmál sín á milli sem samanstóð aðallega af latneskum og forngrískum frösum. Þá hengdu þau orður á skipherrana og hópmynd var tekin fyrir dagblöðin. Þegar hrekkurinn komst upp var áhöfn Dreadnought og breski sjóherinn niðurlægð.

Krafist var þess að prakkararnir yrðu handteknir en að lokum var sæst á að þeir fengju táknræna rassskellingu með vendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“