fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hin dularfulla getnaðarvörn Rómverja

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 14:00

Ferula communis Svipuð í útliti og silfíum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silfíum er ein dularfyllsta planta mannkynssögunnar en hún er nú talin útdauð. Hún hafði margs konar notagildi í fornöld, meðal annars sem getnaðarvörn. Ekki er nákvæmlega vitað hvaða tegundum silfíum var skyld en lýsingar eru til og ljóð sem ort voru af skáldum þess tíma.

„Jafn vel þó maður aðeins smakki hana, þá lífgar hún upp á líkamann og hefur unaðslegan ilm.“

Þetta sagði hinn forngríski náttúruvísindamaður Pedanius Dioscorides í kringum árið 70 fyrir Krists burð.

Silfíum
Stór og sterkbyggð planta.

Lækningajurt, krydd, ilmjurt og getnaðarvörn

Ekki eru allir sammála um hvers konar planta silfíum var en hún óx í námunda við strendur sums staðar á Miðjarðarhafssvæðinu. Mikið af henni óx í grískum borgum í Norður-Afríku, þar sem í dag er Líbía. Sumir segja að hún hafi verið skyld steinselju, aðrir selleríi og enn aðrir fenneli. Einnig gæti silfíum hafa verið blendingur af tveimur jurtategundum. Ljóst er að hún var mjög stórgerð og aðallega ræktuð fyrir kvoðuna. Stilkurinn og ræturnar voru þó einnig nýtt sem og gul blómin.

Úr kvoðunni var gerð olía eða salvi sem notaður var til ýmissa lækninga. Nákvæm vinnsla og notkun er ekki kunn en vitað er að silfíum var notað sem getnaðarvörn í Rómaveldi hinu forna og víðar. Í borginni Cyrene í Líbíu var slegin mynt með mynd af silfíum á. Gefur það til kynna að plantan hafi verið mikilvæg fyrir efnahaginn. Silfíum var talin hafa aðra eiginleika og meðal annars notuð við eymslum, sem hóstameðal, sem vörtueyðir og lækningasmyrsl gegn holdsveiki. Silfíum var ekki aðeins notuð sem lækningajurt heldur einnig sem krydd og ilmjurt. Til eru uppskriftir frá tímum Rómverja þar sem silfíum var notað.

 

Neró
Sagður hafa étið seinustu plöntuna.

Neró át síðustu plöntuna

Hvernig silfíum gat komið í veg fyrir þungun er ekki vitað en plantan var talin virka vel. Konur drukku olíuna og sagt var að hún „hreinsaði legið.“ Var jurtin notuð af læknum og meðhöndlurum í að minnsta kosti sjö aldir. Fyrst er hennar getið á sjöundu öld fyrir Krist í egypskum heimildum. Til var sérstakt tákn fyrir silfíum í híróglífum Egypta. Ekki er loku fyrir það skotið að plantan hafi verið notuð mun fyrr víðs vegar við Miðjarðarhafið og Mið-Austurlönd.

Um árþúsundamótin var plantan nánast útdauð. Var það bæði vegna ofnýtingar og beitar húsdýra. Talið var að kjöt yrði betra á bragðið ef húsdýr ætu silfíum. Einnig er líklegt að loftslagsbreytingar hafi haft sín áhrif en svæðið í kringum Miðjarðarhaf var að þorna á þessum tíma. Verðið á jurtinni rauk upp samfara því sem framboðið minnkaði og undir lokin var silfíum orðin rándýr munaðarvara. Rómverski fræðimaðurinn Plinius eldri ritaði að síðasti silfíumstilkurinn hafi verið færður Neró keisara sem hafi étið hann samstundis.

 

Hjartatáknið silfíumfræ

Ýmsar kenningar hafa verið á lofti varðandi silfíum í gegnum tíðina. Sumir halda því fram að plantan sé alls ekki útdauð. Heldur sé hún til með öðru nafni í dag. Ekki hefur hins vegar fundist nein planta sem hefur öll þau einkenni sem silfíum var sögð hafa.

Þá hefur því verið haldið fram að notkun silfíum hafi haft áhrif á viðhorf kristinna. Kristnir fyrirlitu allt það sem Rómverjar stóðu fyrir, þar á meðal getnaðarvarnir. Um aldir var allt sem hindraði getnað talið óæskilegt og hreinlega af hinu illa.

Hjartatákn
Peningur frá Cyrene.

Ein athyglisverðasta kenningin varðandi silfíum lýtur að hjartatákninu sem er eitt það mest notaða á tölvuöld. Flestir telja að táknið eigi upptök sín á miðöldum og eigi það að tákna líffærið sjálft. Elsta hjartatákn sem fundist hefur kemur hins vegar frá borginni Cyrene, miðstöð silfíumræktunar í fornöld. Eins og af silfíumplöntunni var til mynt með mynd af hjartatákni. Hafa fræðimenn talið að um silfíumfræ sé að ræða.

Hér gæti verið um tilviljun að ræða enda margar aldir á milli notkunar táknanna. Sumir hafa þó haldið því fram að silfíumfræið hafi verið táknmynd fyrir rómantíska ást. Jafn vel þrátt fyrir að plantan hafi verið notuð sem getnaðarvörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki