fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

80 fóru í stríð en 81 sneri heim

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 18:00

1866 Blóðugt stríð milli Austurríkismanna og Prússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smáríkið Liechtenstein er ekki beint þekkt sem mikið hernaðarveldi enda er íbúafjöldinn svipaður og í Kópavogi. Hertogadæmið hefur þó fengið sinn skerf af innrásum og yfirtöku líkt og flest Evrópuríki í gegnum aldirnar. Til dæmis þegar Napóleon Frakklandskeisari lagði það undir sig í upphafi nítjándu aldar í tilraun sinni til að verða alheimseinvaldur.

Landið er Alparíki, klesst á milli Sviss og Austurríkis. Það hefur því ekki beint verið í eldlínunni síðan á dögum Napóleons. Dátar frá Liechtenstein lentu síðast í átökum árið 1866 í hinu svokallaða Sjö vikna stríði á milli Austurríkismanna og Prússa. Þá var landið hluti af laustengdu bandalagi þýskra ríkja.

Sum þýsk smáríki studdu Austurríkismenn en önnur Prússa í stríðinu. Auk þess studdu Ítalir, undir stjórn herforingjans Garibaldi, þá síðarnefndu. Jóhann II prins af Liechtenstein tók þá ákvörðun að styðja Austurríkismenn og sendi voldugan 80 manna her til að berjast fyrir keisarann.

Jóhann gat hins vegar ekki hugsað sér það að dátar hans berðust við aðra Þjóðverja. Því var stuðningur Liechtenstein bundinn því að dátarnir berðust einungis við Ítali. Tóku þeir sér stöðu við landamæri Liechtenstein og Austurríkis, á svæði sem nefnist Stilfse Joch.

Hermenn Jóhanns prins stóðu vörð í sjö vikur en aldrei kom her Garibaldi. Þann 22. júlí lauk stríðinu með afgerandi sigri Prússa. Engu að síður marseruðu hermenn Liechtenstein inn í höfuðstaðinn Vaduz við mikinn fögnuð bæjarbúa. Það sem var undarlegast við þetta var að 81 sneri til baka og hafði dátunum þá fjölgað um einn. Skýringin var sú að ítalskur maður hafði gengið í herdeildina og fór með henni til Vaduz.

Tveimur árum síðar var bandalag þýsku ríkjanna leyst upp og her Liechtenstein sömuleiðis. Jóhann lýsti yfir ævarandi hlutleysi landsins en tryggði jafnframt áframhaldandi tengsl við Austurríki. Hlutleysi Liechtenstein hefur haldið allar götur síðan og slapp landið við innrásir í báðum heimsstyrjöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjarðhegðun Íslendinga – 7 eftirminnilegar raðir

Hjarðhegðun Íslendinga – 7 eftirminnilegar raðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnavikan mikla – Frjósemi Íslendinga í hámarki

Barnavikan mikla – Frjósemi Íslendinga í hámarki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk kona lenti í óhugnanlegu atviki í vínbúðinni: „Hann stendur þarna fyrir framan mig með typpið út í loftið“

Íslensk kona lenti í óhugnanlegu atviki í vínbúðinni: „Hann stendur þarna fyrir framan mig með typpið út í loftið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nína Dagbjört komin með yfir 200 þúsund áhorf á YouTube: „Ég er bara rétt að byrja“

Nína Dagbjört komin með yfir 200 þúsund áhorf á YouTube: „Ég er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Demi Lovato fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell

Demi Lovato fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell