fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fókus

Nýtt trend í stefnumótaheiminum – „Kakkalakkinn“

Fókus
Mánudaginn 30. ágúst 2021 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt hugtak hefur verið skilgreint innan stefnumótaheimsins sem „kakkalakkinn“ eða „roaching“. Hugtakið, eða trendið eins og News.au kallar það snýr að því þegar einstaklingur byrjar að hitta nýjan aðila og fer leynt með þá staðreynd að hann sé að hitta nokkra aðila til viðbótar.

Samkvæmt forstjóra Exclusive Matchmaking, Susan Trombetti, kallast það „kakkalakkinn“ þegar manneskja er með marga í takinu en deilir þeirri staðreynd ekki með þeim sem hún er að hitta.

„Þetta er byggt á viðbjóðnum sem fylgir þessum litlu pöddum, þú sérð eina pöddu en veist að ef þú kveikir ljósin þá eru þær fleiri,“ segir hún.

Að vera „kakkalakki“ er ekki beint að halda framhjá heldur að vísvitandi leyna eða vera mjög óræðinn þegar kemur að því að tala um ástarlíf þitt.

„Þú veist að það er verið að „kakkalakka“ þig ef þér finnst eins og manneskjan sé ekki beint til staðar fyrir þig og fer mjög leynt með ákveðin persónuleg málefni,“ sagði stefnumótaþjálfarinn og hlaðvarpsstjórnandinn Damona Hoffman við The New York Post.

Samkvæmt Hoffman eru ýmis viðvörunarmerki um að kakkalakki sé í spilinu, svo sem ef  manneskja er lengi að svara skilaboðum, breytir áformum ykkar með litlum fyrirvara og svarar ekki símanum þegar þú hringir upp úr þurru.

„Manneskjan mun passa mjög vel upp á símann sinn, ekki hafa hann tengdan bílnum og vera með slökkt á meldingum. Stefnumót munu alltaf byrja og/eða enda heima hjá öðru hvoru ykkar, kynlíf mun alltaf vera hluti eða aðaláhersla stefnumótsins því það er það eina sem hún vill.“

En venjulega nær „kakkalakkinn“ ekki að halda þessu leikriti gangandi lengi. „Fólk sem lætur eins og stefnumótaforrit séu þeirra eigin nammibúð geta aðeins gert það í takmarkaðan tíma. Það er óumflýjanlegt að það muni klúðra einhverju, brenna út eða jafnvel byrja að fá tilfnningar fyrir einhverjum,“ segir Hoffman.

Eins óaðlaðandi og hugtakið „kakkalakkinn“ er þá minnir það okkur á mikilvægi samskipta og hreinskilni í samböndum. „Kakkalakkinn minnir okkur á að forgangsraða öruggu kynlífi og að hafa opin og heiðarleg samskipti við maka um væntingar okkar og óskir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“

Dóra fór á skeljarnar á sýningu – „Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus ætlar að nefbrjóta mann á laugardaginn – Gerði 650 þúsund króna veðmál

Hafþór Júlíus ætlar að nefbrjóta mann á laugardaginn – Gerði 650 þúsund króna veðmál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“

Sonur Skúla og Grímu kom í heiminn í gær – „15 full­komnar merkur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“

Eiginkona Schumachers brotnar niður í viðtali – „Auðvitað sakna ég Michaels á hverjum degi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjögur tonn af landreknu rusli

Fjögur tonn af landreknu rusli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd

Myndband – Áhrifavaldamóðir lét grátandi son sinn stilla sér upp fyrir mynd
Fókus
Fyrir 6 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala