fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020

Stunda kynlíf í kirkjugarði og börn verða vitni að – „Mamma þau eru aftur að slást“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 22:22

Skjáskot - Bæjarbúi lýsir áhyggjum sínum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hafnarbænum Torquay á Englandi er að finna Gríska-rétttrúnaðarkirkju heilags Andrésar, sem á upprunna sinn að rekja til sjöttu aldar. Kirkjugarðurinn hefur undanfarið verið til mikilla trafala, en einhverjir virðast vera að stunda kynlíf í garðinum, stundum um miðjan dag. Frá þessu greinir Devon Live.

Félaga kirkjugarða-vina var stofnað árið 2004 vegna ósæmilegrar hegðunar í garðinum, en þá voru vandamálin frekar vímuefnanotkun og ljótt orðbragð í garðinum. Félag þetta segir að ástandið sé verra nú þar sem fólk sé að stunda lostafulla hegðun fyrir framan börn, sem eiga heima í nágrenninu.

Þá hefur hópurinn einnig hneykslað sig á konum sem sólbaða sig naktar í garðinum. Þá segir í frétt Devon Live, að mögulega séu það vændiskonur.

„Þegar að hitnað í veðri afklæddu einhverjar þeirra sig, þannig að þær voru allsberar. Þeim var alveg sama hver skyldi sjá þær. Á móti þeim var hús þar sem að þrjú lítil börn búa og hinum megin er gamalt og mjög viðkvæmt fólk.“ Sagði Margaret Forbes-Hamilton, stofnandi og formaður kirkjugarða-vina-félagsins.

Hún segir að lögreglan hafi um daginn handtekið þrjár konur og einn karl fyrir ósæmilega hegðun, en að nú séu þau komin aftur. Nú viti þau hver hún er og kalli niðrandi hluti til hennar.

„Þetta er lítill hópur, en hann er mjög ógnandi“

James Salt hefur einnig kvartað yfir þessu. Hann segir að fólk á eiturlyfjum sé að stunda kynlíf í garðinum og að hann hafi reynt að gera yfirvöldum viðvart vegna málsins. Hann hafi þó fengið nóg þegar að einhver úr meintum „dóp“-hópi hafi reynt að komast innum glugga á svefnherbergi hans um miðja nótt.

Julie Birch á einnig heima í nágrenni við kirkjugarðinn ásamt ellefu ára syni sínum. Hún segir að ástandið sé óboðlegt.

„Einni vændiskonunni er alveg sama hvort maður heyri í henni eða ekki. Ég hef oft heyrt í henni. Eina nóttina vakti sonur minn mig um miðja nótt og sagði „mamma þau eru aftur að slást“,“

Torquay hefur gjarnan tekið þátt í keppnum þar sem að bæir berjast sín á milli um það hver þeirra sé bestur. Þar eru hlutir eins og fegurð, orðspor og glæpatíðni bæja oft metinn. Torquay hefur unnið til verðlauna í slíkum keppnum, en ekki er víst hvort að slíkt muni halda áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Helgi Pé flytur heim frá Danmörku

Helgi Pé flytur heim frá Danmörku
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar Guðmunds rekinn frá Þrótti Reykjavík – Nýtt teymi kemur inn

Gunnar Guðmunds rekinn frá Þrótti Reykjavík – Nýtt teymi kemur inn
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Arabískusletta Bidens í kappræðunum vekur athygli – „Hvenær, Inshallah?“

Arabískusletta Bidens í kappræðunum vekur athygli – „Hvenær, Inshallah?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Selfoss kom til baka og vann KR

Selfoss kom til baka og vann KR
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Gurrý segir að þetta geri þig betri í rúminu – „Þetta eru þrjár klukkustundir á viku, áttu þær til?“

Gurrý segir að þetta geri þig betri í rúminu – „Þetta eru þrjár klukkustundir á viku, áttu þær til?“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Vara við hættulegri amöbu eftir andlát sex ára drengs

Vara við hættulegri amöbu eftir andlát sex ára drengs
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ruddist heimildarlaust inn á heimili í Borgarbyggð

Ruddist heimildarlaust inn á heimili í Borgarbyggð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Tapar Liverpool stigum?

Langskotið og dauðafærið – Tapar Liverpool stigum?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.