fbpx
Laugardagur 26.september 2020

Borga pörum hundruði þúsunda fyrir að stunda kynlíf á mismunandi dýnum

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 21:30

Dýna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefnrannsóknar og ráðgjafa fyrirtækið Sleep Standards ætlar sér að borga fimm mismunandi pörum dágóða summu fyrir að stunda kynlíf á átta mismunandi dýnum, til þess að komast að því hvaða dýna er best. Fyrirtækið auglýsir verkefnið sem sannkallað „draumastarf“. Dótturmiðill CBS greinir frá þessu.

Hvert par mun fá 3000 Bandaríkjadali fyrir verkefnið, en það jafngildir 400 þúsund íslenskum krónum.

Sleep Standards er starfrækt í Salt Lake City í Utah-fylki, Bandaríkjunum, en verkefnið er starfrækt þar. Fyrirtækið mun koma með nýja dýnu í hverri viku á heimili paranna, í átta vikur. Það sem pörin þurfa að gera er að gefa hreinskilin dóm um hverja dýnu.

Fyrirtækið segir:

„Við vitum öll að slæm dýna getur leitt til vandamála í svefnherberginu, og að góð dýna gerir gæfumuninn. Til að koma fólki hjá því að leita endalaust að réttu dýnunni, þá datt okkur þessi tilraun í hug.“

Ætlast er til þess að gagnrýnin verði „mjög heiðarleg“: Auk þess sem að pörin munu þurfa að gefa dýnunum einkunn frá einum upp í tíu, á nokkrum mismunandi sviðum:

  • Skoppanleiki
  • Hávaði
  • Stöðugleiki
  • Stuðningur á brún dýnunnar
  • Þægindi
  • Svölun
  • Heildareinkunn

Auk þess sem hvert par mun fá 3000 dollara, þá munu þau fá eina dýnu að eigin vali, til að eiga eftir tilraunina.

Fólk mun þurfa að vera allavega átján ára til að taka þátt. Til að sækja um þarf að senda mynd, 60 sekúndna kynningarmyndband og tengil á samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.