fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020

Rebel Wilson léttist til að fá alvarlegri hlutverk – „Fólk tengir mig alltaf við Fat Amy“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 20. júlí 2020 22:45

Vill alvarlegri hlutverk: Rebel vill ekki bara vera fyndin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska gamanleikkonan Rebel Wilson sló í gegn í kvikmyndinni Bridesmaids árið 2011 og hefur leikið í fjölda kvikmynda síðan. Hún er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Pitch Perfect myndunum þremur þar sem hún fer með hlutverk Fat Amy en hana langar að færa sig frá slíkum hlutverkum og yfir í alvarlegri.

Rebel segist bókstaflega þurfa að breyta sér líkamlega því fólk eigi í mestu vandræðum með að ímynda sér hana í alvarlegum hlutverkum. „Mér finnst ég þurfi að breytast líkamlega svo ég geti breytt leikferli mínum,“ segir Rebel sem fór með hlutverk í Shakespeare og Marlowe leikritum á árum áður. „Fólk tengir mig ekki við alvarleg hlutverk því það þekkir mig sem Fat Amy í Pitch Perfect svo ég er vísvitandi að taka að mér alvarlegri hlutverk.“

Fat Amy: Rebel fór með hlutverk Amy í Pitch Perfect myndunum.

Rebel varð fertug á árinu og hún ákvað að 2020 yrði árið sem hún tæki heilsuna föstum tökum. „Í allri einlægni þá er markmið mitt á heilsuárinu mikla að komast niður í 75 kíló. Ég upplifi reglulega bakslag en ég legg hart að mér,“ segir Rebel sem hefur misst 18 kíló það sem af er árs. Hún tekur það samt fram að vinnan snúi alls ekki bara um einhverja tölu á vigtinni heldur líka andlega þættinum því allt spilar þetta jú saman. Hún sé að skoða það hvers vegna hún hafi borðað óhóflega í gegnum árin og sinna sjálfri sér á öllum sviðum.

Heilsuárið mikla: Fertug og allir vegir færir.

Auk þess að æfa stíft með einkaþjálfara fylgir Rebel hinu svokallaða Mayr Method-prógrammi sem austuríski læknirinn Franz Xaver Mayr setti fram fyrir 100 árum. Það byggir á því að borða í takt við magaflóruna, borða hægt og tyggja oft, draga úr neyslu sykurs og mjólkurvara og útrýma fæðuóþoli. Víða má svo finna heilsulindirnar Vivamayr sem vinna samkvæmt þessum kenningum en Rebel dvaldi á einni slikri í fyrra og hreifst af prógramminu.

Leggur hart að sér: Hún æfir stíft, hugar að mataræðinu og andlegu hliðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gylfi sat á bekknum í tapi

Gylfi sat á bekknum í tapi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þórólfur viðrar jóla-áhyggjurnar – „Ég er svolítið hræddur um að fólk vilji halda því áfram“

Þórólfur viðrar jóla-áhyggjurnar – „Ég er svolítið hræddur um að fólk vilji halda því áfram“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið! – Starfsmenn lungnadeildar Landspítalans brjóta upp alvarleika og þunga hversdagsins

Sjáðu myndbandið! – Starfsmenn lungnadeildar Landspítalans brjóta upp alvarleika og þunga hversdagsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Deila mynd af sér áður en þau fara í rúmið – Stunduðu ekki kynlíf í hálft ár

Deila mynd af sér áður en þau fara í rúmið – Stunduðu ekki kynlíf í hálft ár
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“
Fyrir 10 klukkutímum

Það fæðist nýr hálfviti á hverri mínútu

Það fæðist nýr hálfviti á hverri mínútu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Spaðinn úr IKEA með lágt verð á heilanum – Segir dæmi um að verslanir hækki verð fyrir Black Friday

Spaðinn úr IKEA með lágt verð á heilanum – Segir dæmi um að verslanir hækki verð fyrir Black Friday
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Axel Freyr í Víking

Axel Freyr í Víking
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Óttuðust að verða geðveik eins og mamma – „Ég kynntist henni eiginlega ekki sem persónu“

Óttuðust að verða geðveik eins og mamma – „Ég kynntist henni eiginlega ekki sem persónu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.