fbpx
Laugardagur 26.september 2020

Tók mynd af Depp áfengisdauðum til að sýna honum hvað hann væri aumkunarverður

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 13. júlí 2020 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í máli leikarans Johnny Depp gegn fjölmiðlinum The Sun halda áfram.  The Sun fullyrti í fréttaflutningi sínum að Depp væri ofbeldismaður og höfðaði Depp þetta meiðyrðamál til að hreinsa mannorð sitt. Fyrir dómi er því reynt að leiða í ljós hvort að ásakanir um ofbeldi Depp gegn fyrrum eiginkonu sinni, Amber Heard, eigi við rök að styðjast.

Fyrir dómi var í dag lögð fram mynd sem sýnir Depp liggja áfengisdauðan og hefur hann hvolft yfir sig íláti af ís. Heard mun hafa tekið myndina til að sýna Depp hversu „aumkunarverður“ hann væri orðinn.

Depp hélt því fram að þessi tiltekna mynd hafi verið tekin þegar hann var nýkominn úr löngu flugi.

„Ég var að undirbúa mig undir ferð til Bahamas þar sem ég ætlaði í afeitrun við ópíóðum og þarna hafði ég verið að vinna 17 klukkustunda vinnudaga. Hún bað mig um að halda á ísnum sínum. Ég var með hægri hönd í vasanum og ísinn í hinni. Ég var greinilega örmagnaður og mjög þreyttur, við það að sofna og ísinn sullaðist yfir mig fótinn á mér. Þá tók hún þessa mynd og sýndi mér daginn eftir og sagði „Sjáðu hvernig þú ert orðinn, sjáðu þig, aumkunarvert.“

Hér má sjá myndina :

Heard hefur meðal annars sakað leikarann um að hafa ráðist á hana með ofbeldi og formælingum á 30 ára afmæli hennar, og hent í hana kampavínsflösku. Hafi hann ítrekað dregið hana á hárinu og lagt á hana hendur.

Depp heldur því aftur á móti fram að það hafi verið Heard sem hafi beitt ofbeldi í sambandinu og hafi hún að jafnaði átt frumkvæðið að öllum þeirra rifrildum.

Reiknað er með að réttarhöldin taki allt að þrjár vikur áður en málið verður lagt í dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.