fbpx
Laugardagur 26.september 2020

Brjálað að gera hjá Millie Bobby Brown – Hannar skartgripalínu fyrir Pandora

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 11. júlí 2020 15:40

Táknrænt skart: Línan inniheldur krossfisk, ananas, haföldu, sæskjaldböku og flamingóa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stranger Things leikkonan knáa, Millie Bobby Brown, hefur í samstarfi við Pandora hannað skartgripalínu sem komin er á markað. Hún byggir á sýn Millie um sumarstemningu og hönnuðirnir Francesco Terzo og A. Filippo Ficarelli unnu náið með henni í hönnunarferlinu. Millie segist hafa verið aðdáandi Pandora frá ungum aldri og að það sé draumi líkast að fá að koma að þessu skemmtilega verkefni. Hún segir að táknin sem hún valdi fyrir línuna standi fyrir það sem henni hugnist best við sumarið. „Hvert skart stendur fyrir skemmtilega minningu og er mér þýðingarmikið,“ segir Millie. Um er að ræða takmarkaða útgáfu sem samanstendur af litlum skartgripum sem settir eru á armband ásamt eyrnalokkum. Línan nefnist Pandora x Millie Bobby Brown og verður í sölu fram í desember á þessu ári.

Millie er frá Bretlandi og hóf feril sinn sem leikkona aðeins 9 ára gömul þegar hún fékk hlutverk í þáttunum Once Upon A Time in Wonderland. Eins og þekkt er fer Millie með hlutverk Eleven í þáttunum Stranger Things sem framleiddir eru af Netflix. Millie er aðeins sextán ára gömul en hefur afrekað margt. Hún lék í kvik-myndinni Godzilla: King Of The Monster, er í auglýsingasamstarfi við ýmis fyrirtæki og er með eigin snyrtivörulínu. Línan sem nefnist Florence er vegan og ekki prófuð á dýrum. Samstarfið við Pandora er enn ein rós í hnappagat þessa hæfileikaríku stúlku.

Bling bling: Millie kynnir Pandora línuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska

Grábjörn drap veiðimann í þjóðgarði í Alaska
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“

Ástarkveðja frá reiðum Messi til Suraez – „Ég elska þig svo mikið“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.