fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. júní 2020 08:54

T.v.: Jaden og Jada Pinkett Smith. T.h.: Shane Dawson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaden Smith og móðir hans Jada Pinkett Smith vanda YouTube-stjörnunni Shane Dawson ekki kveðjurnar. Shane Dawson er með yfir 22 milljón fylgjendur á YouTube og hefur verið að gera myndbönd frá árinu 2008.

Shane stendur nú í rosalegu drama í fegurðarsamfélaginu (e. beauty community) á YouTube. Hann og Jeffree Star, samfélagsmiðlastjarna og eigandi Jeffree Star Cosmetics, eru sakaðir um að hafa átt stóran þátt í því að áhrifavaldurinn Tati Westbrook hafi gert myndband um YouTube-stjörnuna James Charles.

Í stuttu máli birti Tati myndband þar sem hún bar James þungum sökum. Jeffree Star hoppaði á vagninn og kallaði hann hættulegan samfélaginu. James Charles missti marga milljón fylgjendur og virtist ferill hans vera á hraðri niðurleið. Þetta hafði þetta mjög mikil áhrif á hann andlega og opnaði hann sig seinna um að hann hafi um tíma glímt við sjálfsvígshugsanir. Hvorki Tati né Jeffree sýndu fram á einhverjar sannanir og endaði James Charles með að afsanna allar ásakanirnar í myndbandinu „No More Lies“, sem hefur fengið yfir 50 milljón áhorf. James Charles var á þessum tíma nítján ára en Tati og Jeffree bæði á fertugsaldri.

Þetta alræmda drama fékk nöfnin „dramageddon 2.0“ og „bye sister scandal“ og er nóg af myndböndum um það á YouTube.

Nú vilja margir meina að „dramageddon 3.0“ sé í fullum gangi. Eins og fyrr segir eru Jeffree Star og Shane Dawson sakaðir um að skipuleggja skandalinn og í kjölfarið hafa nokkrir netverjar verið að grafa djúpt í fortíð þeirra.

Fjöldi myndbanda hafa komið aftur upp á yfirborðið. Í einu myndbandinu þeirra má sjá Shane Dawson þykjast fróa sér yfir plakati af Willow Smith, sem þá var ellefu ára gömul.

Jada Pinkett Smith, móðir Willow, skrifaði á Twitter: „Til Shane Dawson, ég hlusta ekki á afsakanir.“

Jaden Smith, bróðir Willow, skrifaði: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON. AÐ KYNGERA ELLEFU ÁRA STELPU, SEM ER SVO SYSTIR MÍN!!! ÞETTA ER ALLS EKKI FYNDIÐ OG ALLS EKKI Í LAGI.“

Jaden gagnrýndi einnig Shane fyrir að hafa notað „blackface“ í mörgum gömlum myndböndum.

Deginum áður en Smith fjölskyldan tjáði sig um málið á Twitter deildi Shane myndbandi á YouTube titlað: „Að taka ábyrgð“.

Í því sagðist hann ætla að taka ábyrgð á fyrri mistökum og fortíð sinni. Hann baðst afsökunar á gömlum myndböndum sem voru uppfull af kynþáttafordómum og bröndurum um barngirnd.

„Blackface var eitthvað sem ég gerði, mjög mikið, á YouTube-rás minni. Og ég hef enga afsökun. Ég bókstaflega hef enga afsökun,“ sagði Shane.

Shane hefur ekki tjáð sig um gagnrýni Smith fjölskyldunnar.

Ef þú vilt vita meira um „dramageddon 3.0“ þá geturðu horft á eitthvað af myndböndunum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Páll Vilhjálms fær ekki sparkið frá FG eftir árásir á Helga Seljan

Páll Vilhjálms fær ekki sparkið frá FG eftir árásir á Helga Seljan
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Telur „föðurbróður“ sinn raunverulegan föður sinn – Leitar nú sannleikans um hvað gerðist Verslunarmannahelgina áður en hann fæddist

Telur „föðurbróður“ sinn raunverulegan föður sinn – Leitar nú sannleikans um hvað gerðist Verslunarmannahelgina áður en hann fæddist
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vanda vill ræða við Jóhann Berg – „Ég mun taka samtalið“

Vanda vill ræða við Jóhann Berg – „Ég mun taka samtalið“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir lögreglu og dómstóla fara í manngreinarálit

Segir lögreglu og dómstóla fara í manngreinarálit
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Þingnefnd mælir með ákæru á hendur Jair Bolsonaro vegna heimsfaraldursins

Þingnefnd mælir með ákæru á hendur Jair Bolsonaro vegna heimsfaraldursins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Prestar deila harkalega um aukagreiðslur – „Séra-hagsmunagæsla“

Prestar deila harkalega um aukagreiðslur – „Séra-hagsmunagæsla“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Metfjöldi kórónuveirusmita í Færeyjum – Aukning eftir að aðgerðum var hætt á landamærunum

Metfjöldi kórónuveirusmita í Færeyjum – Aukning eftir að aðgerðum var hætt á landamærunum
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Kökuboxið geymdi ótrúlegt leyndarmál

Kökuboxið geymdi ótrúlegt leyndarmál

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.