fbpx
Sunnudagur 27.september 2020

Áhrifavaldur sýnir sitt raunverulega útlit eftir að hafa verið mynduð í laumi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. júní 2020 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að margt sem við sjáum á samfélagsmiðlum er lygi. Myndum er breytt í forritum eins og Photoshop og FaceTune. Það leiðir til þess að fólk ber sig saman við óraunhæfa fegurðarstaðla og getur það haft verulega neikvæð áhrif á líkamsímynd, sérstaklega ungra kvenna.

Sjá einnig: Ástæðan fyrir því að ungar konur ættu að sjá þessa mynd af Kylie Jenner

Kínverski áhrifavaldurinn @Coeyyyy hefur stigið fram og sýnt hversu öflug þessi forrit geta verið.

Hún deildi nokkrum myndum og sýndi aðdáendum sínum hvernig hún lítur út ef hún breytir ekki myndunum sínum.

Myndinni eftir að henni var breytt.
Svona líta þær út í alvörunni

Hún segist hafa ákveðið að sýna fylgjendum sínum sitt raunverulega útlit eftir að hún var mynduð án hennar vitneskju.

„Ég hef ekki verið í besta skapinu eftir að ég var mynduð í laumi. En eftir að hafa skoðað valkosti mína þá ákvað ég að deila myndunum,“ segir hún.

Svona eru fylgjendur @coeyyyy vanir að sjá hana.

 

Það er mikill munur á myndunum og mætti segja að hún sé nær óþekkjanleg. Hún lætur sig virðast vera grennri og breytir einnig andliti sínu áður en hún deilir myndum á samfélagsmiðlum.

@Coeyyyy breytir útliti sínu fyrir samfélagsmiðla

Facebook-síðan Ex Treme vakti fyrst athygli á málinu og Bored Panda greindi í kjölfarið frá þessu. Nú hafa stærri miðlar á borð við Daily Mail einnig fjallað um málið.

Það er ekki ljóst hvaða forrit hún hefur notað en FaceTune er mjög vinsælt meðal áhrifavalda.

Sjá einnig: Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Halldór Benjamín gerðist skáldlegur í Silfrinu – „Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð“

Halldór Benjamín gerðist skáldlegur í Silfrinu – „Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Óvíst með þátttöku lykilmanna Liverpool

Óvíst með þátttöku lykilmanna Liverpool
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Fjórir á Landspítala með Covid og einn á gjörgæslu

Fjórir á Landspítala með Covid og einn á gjörgæslu
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Stjörnuspá vikunnar – „Þú býrð til blævæng úr peningaseðlum og þeytir þeim út í loftið“

Stjörnuspá vikunnar – „Þú býrð til blævæng úr peningaseðlum og þeytir þeim út í loftið“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV

Þetta eru bestu skáldsögurnar að mati álitsgjafa DV
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea kom til baka eftir afleitan fyrri hálfleik

Chelsea kom til baka eftir afleitan fyrri hálfleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Markaveisla á Seltjarnarnesi

Markaveisla á Seltjarnarnesi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.