Það ætti ekki að koma neinum á óvart að margt sem við sjáum á samfélagsmiðlum er lygi. Myndum er breytt í forritum eins og Photoshop og FaceTune. Það leiðir til þess að fólk ber sig saman við óraunhæfa fegurðarstaðla og getur það haft verulega neikvæð áhrif á líkamsímynd, sérstaklega ungra kvenna.
Sjá einnig: Ástæðan fyrir því að ungar konur ættu að sjá þessa mynd af Kylie Jenner
Kínverski áhrifavaldurinn @Coeyyyy hefur stigið fram og sýnt hversu öflug þessi forrit geta verið.
Hún deildi nokkrum myndum og sýndi aðdáendum sínum hvernig hún lítur út ef hún breytir ekki myndunum sínum.
Hún segist hafa ákveðið að sýna fylgjendum sínum sitt raunverulega útlit eftir að hún var mynduð án hennar vitneskju.
„Ég hef ekki verið í besta skapinu eftir að ég var mynduð í laumi. En eftir að hafa skoðað valkosti mína þá ákvað ég að deila myndunum,“ segir hún.
Það er mikill munur á myndunum og mætti segja að hún sé nær óþekkjanleg. Hún lætur sig virðast vera grennri og breytir einnig andliti sínu áður en hún deilir myndum á samfélagsmiðlum.
Facebook-síðan Ex Treme vakti fyrst athygli á málinu og Bored Panda greindi í kjölfarið frá þessu. Nú hafa stærri miðlar á borð við Daily Mail einnig fjallað um málið.
Það er ekki ljóst hvaða forrit hún hefur notað en FaceTune er mjög vinsælt meðal áhrifavalda.
Sjá einnig: Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum