fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Ástfangin í sóttkví – „Það er ávallt ys og þys í kringum þetta par“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 29. mars 2020 10:30

Egill og Tanja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir og kærasti hennar, þúsundþjalasmiðurinn Egill Fannar Halldórsson, hafa verið saman í sóttkví í nokkra daga, allt frá því að Egill kom til landsins eftir ferð til Balí. Tanja og Egill hafa verið saman um nokkurra ára skeið og ákvað DV að lesa í stjörnumerki þeirra og athuga hvernig þau eiga saman.

Egill er fiskur en Tanja Ýr er vatnsberi. Þetta samband þrífst á gagnkvæmri virðingu fyrir hugmyndum og tilfinningum hvort annars. Það er ávallt ys og þys í kringum þetta par og eru þau bæði afar sveigjanleg þegar kemur að því að stökkva á ný tækifæri og ævintýri.

Vatnsberinn er mjög hugmyndaríkur og er sífellt að skapa. Fiskurinn svífur áfram í draumaheimi og saman geta þessi tvö hrint alls kyns sniðugum hugmyndum í framkvæmd. Egill og Tanja Ýr eru bæði mjög lausnamiðuð og eru mjög góð í að líta inn á við þegar kemur að samskiptum við aðra, hvort sem það er makinn eða vinir. Vatnsberinn getur oft verið fljótur að dæma þá sem sjá heiminn ekki eins og hann, á meðan fiskurinn sýnir oft of mikla góðmennsku, jafnvel þeim sem eiga hana ekki skilið.

Vatnsberinn og fiskurinn eru ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur mjög góðir vinir. Vandamál eru sjaldséð í þessu sambandi en þegar þau koma upp eru bæði merki mjög fljót til að fyrirgefa og halda áfram með lífið.

Egill
Fæddur: 12. mars 1993
Fiskur
-listrænn
-blíður
-hjartagóður
-tilfinninganæmur
-treystir of mikið
-vill flýja raunveruleikann

Tanja Ýr
Fædd: 9. febrúar 1992
Vatnsberi
-frumleg
-sjálfstæð
-mannvinur
-framsækin
-fjarlæg
-ósveigjanleg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.