fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Afhjúpar sannleikann á bak við myndirnar sínar: „Ég var blönk“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 18:30

Anna Paul og tvær af myndunum sem hún deildi á Instagram fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gott að minna sig reglulega á að það sem við sjáum á samfélagsmiðlum er ekki raunveruleikinn. Þetta eru vel valdar myndir af hápunktum í lífi einhvers annars. Áhrifavaldurinn Anna Paul afhjúpar sannleikann á bak við gamlar glansmyndir sínar á Instagram.

Anna Paul er með samtals 1,1 milljón fylgjendur á Instagram, YouTube og TikTok. Hún er einnig einn tekjuhæsti notandi OnlyFans í Ástralíu. OnlyFans er síða sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Nektarmyndir eru vinsælastar en einnig er mikið um áhrifavalda og aðra einstaklinga sem selja djarfar myndir og myndbönd án þess að sýna nekt. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi

Þegar Anna var yngri glímdi fjölskylda hennar við fjárhagserfiðleika. Henni tókst þó að fela það vel og vandlega á myndum sínum á samfélagsmiðlum. Nú talar hún opinskátt um fátækt fjölskyldunnar en eftir að hafa verið sökuð um að ljúga um það deildi hún myndbandi á TikTok og afhjúpaði hvað var í raun á bak við myndirnar sem hún deildi á Instagram.

Fyrsta dæmið sem hún nefnir er mynd frá 2014. Á myndinni má sjá hana sitja í fyrsta farrými í flugvél. Það lítur út fyrir að hún hafi verið að ferðast með stæl en raunin var önnur. Stórfjölskylda Önnu býr í Þýskalandi en þau höfðu aðeins efni á að kaupa flugmiða fyrir Önnu og bróðir hennar í almennu farrými. Þegar hálftími var eftir af fluginu ældi bróðir Önnu yfir hana. „Við vorum færð í fyrsta farrými því við vorum ekki lögráða og ég tók mynd til að sýna mig,“ segir hún.

Myndin af Önnu fljúga í fyrsta farrými.

Hún var á þeim tíma blönk en það hindraði hana samt ekki að eiga fallega hluti og deila myndum af þeim á Instagram. Hún segir það sé mikilvægt að muna að á samfélagsmiðlum eru myndir af „hápunktum“ í lífi fólks.

„Það halda rosalega margir að ef þú ert fátæk í æsku þá geturðu aldrei eignast neitt, en það er ekki satt. Þú getur samt safnað og keypt þér fallega hluti,“ segir hún við News.au.

Hér að neðan má sjá myndbandið þar sem Anna segir hvað var raunverulega á bak við glansmyndirnar.

@annapaul_You can’t expose me for anything – I dont lie 😤 DONT BELIEVE THE SHIT YOU SEE ON INSTAGRAM… IT IS NOT REAL♬ original sound – annapaul_

Eins og mynd af Louis Vuitton veski. „Mamma keypti þetta veski fyrir mig árið 2015. Það kostaði 70 þúsund krónur. Hún fékk 35 þúsund krónur á viku frá Centrelink og sparaði í ár til að kaupa þetta fyrir mig,“ segir Anna.

Umrædd mynd af Instagram af Louis Vuitton veskinu.

Um mynd af Yves Saint Laurent vöru segir hún: „Þetta er sjö þúsund króna varalitur. Ég keypti hann og hafði ekki efni á lestarmiða heim,“ segir hún.

Hún deildi þessari mynd, en í pakkningunni er varalitur.

Anna segir að fjárhagserfiðleikarnir hafi verið hvatningin sem hún þurfti til að stofna OnlyFans og nú tilheyra erfiðleikarnir fortíðinni þar sem hún er einn af tekjuhæstu notendum síðunnar. Í myndbandinu hér að neðan opnar hún sig um hvernig hún komst á þann stað sem hún erá í dag.

@annapaul_Reply to @mackenziequarterman_ reupload because I get this question nearly everyday ❤️❤️ I grew up super broke and beyond grateful for my life🥺♬ original sound – annapaul_

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.