fbpx
Mánudagur 28.september 2020

Svaraði karlmanni fullum hálsi sem var að áreita stelpu kynferðislega

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 11:10

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Caitlin er listnemi sem býr í New York. Hún var á leiðinni heim úr vinnu seint eitt kvöld þegar hún sá karlmann kynferðislega áreita stelpu í neðanjarðarlestinni.

Karlmaðurinn var hávær og var einnig að snerta kynfæri sín, Metro greinir frá.

Caitlin ákvað að sitja ekki þegjandi og lét manninn heyra það. Hún tók samskiptin upp á myndband og deildi þeim á samfélagsmiðlinum TikTok. Í kjölfarið fór myndbandið eins og eldur í sinu um netheima og hafa fleiri fjölmiðlar, eins og BuzzFeed, fjallað um málið.

„Af hverju ertu að horfa svona á mig og skipta þér af mér?“ Spyr maðurinn.

„Hvað ætlastu til að ég geri þegar þú ert að tala um typpið þitt við ókunnuga konu?“

„En af hverju ertu að pæla í því, það er ekki mikilvægt,“ segir þá maðurinn.

„Þú ert að kynferðislega áreita hana og ég ætla ekki að leyfa þér að gera það, það er ekki í lagi. Þú heldur greinilega að það sé í lagi en það er það ekki,“ segir Caitlin.

Maðurinn segir henni að nota ekki orðið „kynferðislega áreita.“ Hann spyr síðan hvort hún sé femínisti.

„Ef það er það sem ég þarf að vera til að segja þér að hætta að áreita aðra manneskju þá já.“

@lilbluzipooi was actually shocked at how it actually fit this video… anyways can men actually start calling out other men for shitty behavior cuz it scares me♬ Tounge Tied – Grouplove

Um 2500 manns hafa skrifað við myndbandið og hrósað Caitlin fyrir að svara manninum.

Í öðru myndbandi segir Caitlin að hún hafði ekki náð að ræða stelpuna sem varð fyrir barðinu á manninum. „Mér líður mjög illa yfir því. Ég vildi athuga hvort hún væri í lagi og vildi vera viss um að ég hefði ekki gert aðstæðurnar verri fyrir hana. En við náðum augnsambandi nokkrum sinnum, þannig vissi ég að hún var í vandræðum því hún var alltaf að horfa til mín. Þá tók ég af mér heyrnartólin og heyrði hvað hann var að segja. Ég man ekki hvort við náðum augnsambandi á meðan rifrildinu stóð því ég vildi ekki beina athygli hans aftur að henni,“ segir Caitlin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Skuldlausir Skagamenn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vera Sif tók bústaðinn í gegn – Ótrúlegustu „fyrir og eftir“ myndir sem við höfum séð

Vera Sif tók bústaðinn í gegn – Ótrúlegustu „fyrir og eftir“ myndir sem við höfum séð
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“

Ekki ástæða til að herða aðgerðir – „Toppnum náð núna eða á næstu dögum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjað að færa leiki inn – Fjölnir fer í Egilshöll

Byrjað að færa leiki inn – Fjölnir fer í Egilshöll
Fyrir 8 klukkutímum

Gæsaveiðin gengur víða ágætlega

Gæsaveiðin gengur víða ágætlega
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

„Lítil sem engin innistæða fyrir 45 milljarða króna launahækkun“

„Lítil sem engin innistæða fyrir 45 milljarða króna launahækkun“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu höggið sem allt varð vitlaust yfir í Vesturbænum í gær – „Svindl og svínarí“

Sjáðu höggið sem allt varð vitlaust yfir í Vesturbænum í gær – „Svindl og svínarí“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.