fbpx
Föstudagur 25.september 2020

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 3. ágúst 2020 21:00

Kaia Gerber og Cindy Crawford: Cindy var ein vinsælasta ofurfyrirsæta allra tíma og Kaia hefur fetað í fótspor hennar og vegnar nokkuð vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríka og fræga fólkið er með eitthvað dularfullt aðdráttarafl sem gerir það að verkum að fylgst er með því og það myndað bak og fyrir öllum stundum. Við viljum vita hvað það kaupir sér, hvernig það býr, hvað það gerir í tómstundum og hvernig börnin þeirra líta út. Eins og gengur og gerist eru sum afkvæmi lík foreldrum sínum en önnur ekki og hér eru nokkur dæmi um afkomendur sem eru sláandi líkir öðru foreldri sínu.

Zoe Kravitz og Lisa Bonet: Mæðgurnar eru ákaflega líkar. Lisa Bonet er leikkona sem gerði garðinn frægan í The Cosby Show. Zoe fetaði í fótspor hennar og hefur til að mynda leikið í Big Little Lies og Mad Max: Fury Road.

Uma Thurman og Maya Thurman: Leikkonan Uma á Mayu með leikaranum Ethan Hawk og hún er bæði leikkona og fyrirsæta eins og mamma hennar sem hóf ferilinn á fyrirsætustörfum.

Susan Sarandon og Eva Amurri: Mæðgurnar eru báðar leikkonur og sláandi líkar nema hvað að Eva er sirka hausnum hærri.

 

Sophie Van Haselberg og Bette Midler: Dóttir gamanleikkonunnar og söngkonunnar Bette er leikkona eins og mamma hennar og virðist líka vera eingetin.

 

Ice Cube og O‘Shea Jackson: Sonur rapparans og leikarans Ice Cube er ansi líkur þeim gamla og þessi 29 ára gamli leikari lék pabba sinn í kvikmyndinni Straight Outta Compton árið 2015.

 

Mamie Gummer og Meryl Streep: Óskarsverðlaunaleikkonan Meryl Streep á þrjár dætur sem allar eru frekar líkar henni en Mamie líkist henni mest. Hún er leikkona alveg eins og móðir hennar.

 

Lily Rose Depp og Vanessa Paradis: Lily Rose er fyrirsæta og leikkona en mamma hennar þekkt söng- og leikkona í heimalandinu Frakklandi.

Damon Wayans í öðru veldi: Damon Wayans og sonur hans Damon Wayans Jr. eru báðir gamanleikara og næstum því nákvæmlega eins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gerður fékk COVID-19 – Núna finnur hún kúkalykt af öllu

Gerður fékk COVID-19 – Núna finnur hún kúkalykt af öllu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

United að leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho

United að leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu

Víkingar staðfesta söluna á Óttari til Ítalíu
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Síðbúið grænlenskt kuldamet – Mesta frost sem mælst hefur á norðurhveli jarðar

Síðbúið grænlenskt kuldamet – Mesta frost sem mælst hefur á norðurhveli jarðar
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Leystu eitt umtalaðasta morðmál Ástralíu

Leystu eitt umtalaðasta morðmál Ástralíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.