fbpx
Laugardagur 19.september 2020

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér

Auður Ösp
Föstudaginn 31. júlí 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 31.07. – 06.08.

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Þú ert nú þegar stressuð/aður yfir því að sólin muni ekki mæta í partýið þitt og ert líkleg/ur til þess að vera búin/n að pakka eða farin/n að baka fyrir helgina. Það skal vera gaman! En þú ert sætur flippkisi sem auðvelt er að gleðja þannig að trúnó og Aperol Spritz munu bæta upp fyrir allar væntingarnar þínar.

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Þú ert týpan sem vill tjalda! Þú átt prímus sem þú talar meira um en þú ættir og ert spenntari en börnin yfir því að grilla sykurpúða sem þú stingur auðvitað grein í gegnum frekar en einhverju aðkeyptu spjóti frá Hagkaup. Náttúrubarnið þitt mun blómstra um helgina.

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Æ, þú ert svo skemmtilega grilluð týpa. Þú sérð tilefni til þess að fara í búning um helgina og ert mega peppuð/aður yfir því að fá alla fjölskylduna, blóðskylda eður ei, í skemmtilega leiki. Hver er til í Kubb?

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Eins og venjulega þá ert þú sáttust/ astur þegar allir koma saman. Stórt ítalskt fjölskylduboð er í kortunum þínum þar sem allir tala hver yfir annan, hlæja hátt, borða og drekka tímunum saman. Í öllum þessum látum situr þú þögull með sjálfum þér og lítur yfir þennan fagra hóp með þakklæti í huga.

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Ljónið undirbýr sig í eitt sykki „hipster“ útilegu. Grasstrá í kjafti, kúrekahattur og varðeldur. Ekki gleyma nokkrum myndum fyrir samfélagsmiðlana, annars gerðist þetta ekki! Það verður sungið um helgina alveg þannig að þú verður rám/ur á mánudaginn kemur.

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Það verður kósý hjá Meyjunni! Þú ert með vel valdar bækur, Yogi-teið þitt sem þú kaupir bara til að geta lesið á litla miðann með skemmtilegu heimspekinni og sumarbústað sem þú bókaðir fyrir mánuði síðan.

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Vogin dansar inn í helgina og er alveg slétt sama um hvað öðrum finnst! Ef þú ert foreldri þá mun táningurinn skammast sín fyrir þig alla helgina (en samt í alvöru bara dást að þessu innra barni þínu). Þú munt dansa úti, inni á bensínstöðinni og langt fram á nótt.

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Það er veiðiferð í kortunum þínum um helgina og það verður fiskað eins og enginn sé morgundagurinn. Þú ert líka með svo mikið vinnueðli að þú nýtur þess að hafa smá fyrir hlutunum áður en þú uppskerð.

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Hvar er glamúrinn? Hann er með þér, því þú pimpar allar helgarferðr upp með kampavínútileguglösum sem þú geymir í ‘Merry Poppins’ Michael Kors-töskunni, glimmeri í rassvasanum og bluetooth hátalara í hanskahólfinu. Alltaf tilbúin/n í partýið og því sjaldan leiðinlegt með þér.

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Þú kýst vini þína fram yfir fjölskylduna þessa helgina því þó þú elskir fjölskylduna þá þarftu smá svigrúm frá henni. Óvænt „roadtrip“  með vinum þínum er í kortunum, ekkert svo vel planað en ekkert í boði annað en að hafa gaman og skella sér í kaldan sjóinn.

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Þú ákveður að vera heima að þessu sinni. Þú nýtir helgina í heimilisdúllerí, skipulag, bakstur, Netflix og notalegt fjölskylduhangs. Engin plön eru stundum bestu plönin og þá er líka svigrúm fyrir hið óvænta.

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Þín draumahelgi væri að allt þitt fólk færi í sveitina og þú fengir smá einveru sem þú nýtur betur en nokkur annar. Þú ert þó í spilastuði þessa helgina og tekur öll borðspilin þín og tarotspilin þín upp í bústað. Notaleg helgi fram undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Margrét ósátt – Tapaði máli fyrir Siðanefnd blaðamanna – „Öðrum eins skítavinnubrögðum hef ég aldrei orðið vitni að“

Margrét ósátt – Tapaði máli fyrir Siðanefnd blaðamanna – „Öðrum eins skítavinnubrögðum hef ég aldrei orðið vitni að“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Skammar Solskjær
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærð fyrir að sparka í lögreglumann í mótmælum til stuðnings hælisleitendum

Ákærð fyrir að sparka í lögreglumann í mótmælum til stuðnings hælisleitendum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool tilkynnir kaupin á Thiago – „Augnablikið sem þið eruð öll búin að bíða eftir“

Liverpool tilkynnir kaupin á Thiago – „Augnablikið sem þið eruð öll búin að bíða eftir“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.