fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020

Upplýsir að hagur barnanna hafi verið ástæðan fyrir skilnaðinum

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 22. júní 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali við Vogue India sem var birt þann 19. júní síðastliðinn, talar Angelina Jolie  um mannúðarstarf sitt og upplýsir meðal annars um ástæðuna fyrir skilnaði sínum og leikarans Brad Pitts. Segir hún að helsta ástæðan hafi verið velferð barnanna sinna sex. Angelina Jolie og Brad Pitt voru gift í tvö ár og skildu skiptum árið 2016.

Í ríflega tuttugu ár hefur Angelina Jolie unnið með United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR). Markmið stofnuninnar er að varpa ljósi á og vinna mannúðarstarf gegn afleiðingum hörmunga og stríða. „UNHCR er verndunarstofnun. Við hjálpum þeim sem hefur verið brotið á og þeim sem flýja stríð og ofsóknir,“ segir leikkonan. Með stofnuninni hefur hún unnið mannúðarstörf meðal annars í Sierra Leone, Líbanon, Kúrdistan, Thaílandi og Kólumbíu.

Í viðtalinu talar hún meðal annars um það hvernig starf sitt með stofnuninni breytti sýn hennar á móðurhlutverkið.

„Ég lít á allt fólk sem jafningja. Ég horfi upp á misnotkunina og þjáninguna og get ekki stungið höfðinu í sandinn. Um alla veröld er fólk að flýja gasárásir, nauðganir, umskurð kvenna, barsmíðar, ofsóknir og morð. Fólkið er ekki að flýja til þess að öðlast betra líf. Það er að flýja því annars myndi það ekki lifa af.“

Júní 2013. Jolie með ungri sýrlenskri stúlku í jórdönskum herbúðum nálægt landamærum Sýrlands og Jórdaníu. Mynd frá UNHCR.

Angelina á sex börn. Þrjú þeirra eru ættleidd, Maddox, Pax and Zahara, og þrjú þeirra hefur hún gengið með sjálf, Shiloh, Vivienne and Knox.

„Hvor leiðin sem er, er gullfalleg leið til þess að stofna fjölskyldu… Ég get ekki talað um meðgönguna við ættleiddu börnin mín, en ég get rætt við þau um ferlið sem ég fór í gegnum til þess að finna þau og hvernig mér leið þegar ég leit í augu þeirra í fyrsta sinn.“

„Öll ættleidd börn bera með sér fallegan og leyndardómsfullan heim sem mætir þínum eigin. Þegar þau koma frá öðrum kynþætti og úr öðrum heimi þá er þessi leyndardómsfulla gjöf svo barmafull. Það er mikilvægt að þau missi aldrei tengslin við það hvaðan þau koma. Þau hafa rætur sem þú hefur ekki. Heiðraðu þær. Lærðu af þeim. Þá deilið þið saman mikilfenglegu ferðalagi. Þau eru ekki að koma inn í þinn heim, þið eruð að ganga inn í heim hvors annars.“

Angelina Jolie segist hafa búið börnum sínum heilbrigðara umhverfi eftir að hún sagði skilið við Brad Pitt, föður barnanna.

Brad og Angelina þegar að allt lék í lyndi.

„Ég skildi til þess að tryggja hag fjölskyldunnar. Þetta var rétt ákvörðun. Ég held áfram að einblína á bata barnanna. Sumir hafa nýtt sér þögn mína og börnin lesa um sig lygar í fjölmiðlum, en ég minni þau á að þau þekkja sinn eigin sannleika. Raunar eru þau öll sex mjög hugrökk og afar sterk ungmenni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Svona verður forgangsraðað í bólusetningar fyrir Covid-19

Svona verður forgangsraðað í bólusetningar fyrir Covid-19
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fangar hafa fengið háar fjárhæðir greiddar í bætur – Hugsanlega eitt stærsta svikamál sögunnar

Fangar hafa fengið háar fjárhæðir greiddar í bætur – Hugsanlega eitt stærsta svikamál sögunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Erfiðir dagar hjá Aguero – Sonur hans upplifir mikla sorg eftir að afi hans féll frá

Erfiðir dagar hjá Aguero – Sonur hans upplifir mikla sorg eftir að afi hans féll frá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lofar því að breyta nafninu á vellinum til heiðurs Messi verði hann næsti forseti

Lofar því að breyta nafninu á vellinum til heiðurs Messi verði hann næsti forseti
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þórólfur segir jólin verða „eitthvað öðruvísi“ en hvetur landann áfram – „Reynum að halda þetta út“

Þórólfur segir jólin verða „eitthvað öðruvísi“ en hvetur landann áfram – „Reynum að halda þetta út“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Júlía hjá Distica segir allt lagt undir við dreifingu bóluefnis – „Bóluefnið nær í tíma en maður þorði að vona“

Júlía hjá Distica segir allt lagt undir við dreifingu bóluefnis – „Bóluefnið nær í tíma en maður þorði að vona“
Fyrir 15 klukkutímum

Síðustu dagarnir á rjúpu – veðurspáin slæm

Síðustu dagarnir á rjúpu – veðurspáin slæm
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Lygilegar raunir Hjalta í Túnis – „Það var fangelsi á borðinu“

Lygilegar raunir Hjalta í Túnis – „Það var fangelsi á borðinu“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

YouTube-stjarnan sem var bönnuð fyrir of klámfengið efni

YouTube-stjarnan sem var bönnuð fyrir of klámfengið efni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ríkisstjórnin stígur inn í verkfallið – Frumvarp lagt fyrir í dag

Ríkisstjórnin stígur inn í verkfallið – Frumvarp lagt fyrir í dag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.