fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020

Kom upp um framhjáhald kærastans á lygilegan hátt

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 9. desember 2019 15:30

Jane Slater.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk hefur komist að framhjáhaldi maka síns á margvíslega vegu. Eins og konan sem skoðaði matargagnrýni í Washington Post og komst að því að eiginmaðurinn væri henni ótrúr. Eða konan sem setti upp forrit í síma eiginmanns síns til að lesa skilaboðin hans.

Jane Slater, íþróttafréttamaður á NFL, kom upp um framhjáhald kærasta síns á lygilegan hátt. Eina sem hún þurfti að gera var að fylgjast með virkninni á FitBit úrinu hans. Hún segir frá þessu á Twitter.

Jane og þáverandi kærasti hennar stilltu FitBit heilsuúrin sín saman til að hvetja hvort annað, en hann hafði keypt slíkt úr handa henni síðustu jól. Úrið telur skref, fjarlægð, kaloríu brennslu, virkar mínútur í hreyfingu, hreyfingu hvers klukkutíma og svo framvegis.

Jane gat þá fylgst með hreyfingum kærasta síns þegar henni grunaði að allt væri ekki með felldu. Hún tók eftir því að skyndilega rauk virknistig hans upp um miðja nótt.

„Fyrrverandi kærasti gaf mér eitt sinn Fitbit úr í jólagjöf. Ég elskaði það. Við stilltum úrin okkar saman, hvöttum hvort annað…. ég hataði það ekki fyrr en hann var ekki kominn heim klukkan fjögur um nótt og virknistig hans var úr öllu veldi. Ég vildi óska þess að þessi saga væri ekki sönn,“ skrifar Jane á Twitter.

Færsla hennar hefur vakið mikla athygli og hafa yfir 470 þúsund manns líkað við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ríkisstjórnin stefnir að Íslandsmeti í móttöku flóttafólks á næsta ári

Ríkisstjórnin stefnir að Íslandsmeti í móttöku flóttafólks á næsta ári
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

ÍH komnir upp í 3. deild eftir stórsigur

ÍH komnir upp í 3. deild eftir stórsigur
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Helgi Pé flytur heim frá Danmörku

Helgi Pé flytur heim frá Danmörku
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar Guðmunds rekinn frá Þrótti Reykjavík – Nýtt teymi kemur inn

Gunnar Guðmunds rekinn frá Þrótti Reykjavík – Nýtt teymi kemur inn
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt áfengisfrumvarp á leiðinni – Áslaug vill leyfa sölu í vefverslunum og brugghúsum

Enn eitt áfengisfrumvarp á leiðinni – Áslaug vill leyfa sölu í vefverslunum og brugghúsum
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Lilja Pálmadóttir – „Margir vita hver hún er, en fáir þekkja hana í raun og veru“

Lilja Pálmadóttir – „Margir vita hver hún er, en fáir þekkja hana í raun og veru“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
KFS upp í 3. deild
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Gurrý segir að þetta geri þig betri í rúminu – „Þetta eru þrjár klukkustundir á viku, áttu þær til?“

Gurrý segir að þetta geri þig betri í rúminu – „Þetta eru þrjár klukkustundir á viku, áttu þær til?“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Vara við hættulegri amöbu eftir andlát sex ára drengs

Vara við hættulegri amöbu eftir andlát sex ára drengs

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.