fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Leynikærustu Whitney Houston fannst sárt að sjá Whitney gifta sig – „Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 21:30

Vinkonurnar áttu að sögn Robyn í ástarsambandi snemma á ferli Whitney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robyn Crawford, sem er sögð hafa verið laumukærasta söngdívunnar Whitney Houston lýsir því  í nýútgefnum endurminningum sínum hvernig henni leið þegar Whitney gekk í hjónaband með Bobby Brown á sínum tíma.

„Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi. Ég horfði í augun á henni er ég tók við brúðarvendi hennar“

„Við ræddum aldrei um merkimiða á borð við lesbíur eða samkynhneigð,“ segir Robyn í endurminningunum. Hún segir að samband þeirra hafi hafist sem vinskapur sem varð fljótlega kynferðislegur. „Þetta gerðist sumarið eftir að við hittumst, varir okkar snertust í fyrsta sinn. Þetta var ekki eitthvað sem við ætluðum okkur, þetta bara gerðist. Og það var dásamlegt. Ekki löngu síðar eyddum við nóttinni saman. Það kvöld snertum við hvor aðra, og það gerði okkur bara nánari.“

Robyn segir að Whitney hafi slitið sambandinu af ótta við að eyðileggja feril sinn. „Hún sagði að ef fólk kæmist að þessu þá yrði þetta notað gegn okkur, og á þessum tíma á áttunda áratugnum þá fannst manni það“ Þær voru þó áfram um árabil nánar vinkonur og því var Robyn brúðarmey í brúðkaupi Whitney er sú síðarnefnda giftist söngvaranum Bobby Brown árið 1992, en það hjónaband varð frægt fyrir deilur og átök milli þeirra hjóna.

Í viðtali þar sem Robyn kynnti bókina á dögunum sagði hún að hún hefði engan kala borið til Whitney eftir að hún batt enda á kynferðislegt samband þeirra.

„Mér fannst ég í raun ekki vera að tapa það miklu. Ég elskaði hana enn og hún elskaði mig, við vorum bara nánar með öðrum hætti“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.