fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Ástrós opnar sig um missinn – Fyrstu vikurnar í móðu: „Ég var bara ekki að skilja að maðurinn minn væri farinn“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 28. október 2019 22:00

Skjáskot: Ísland í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástrós Rut Sigurðardóttir missti eiginmann sinn, Bjarka Má Sigvaldason, fyrr á árinu eftir langa baráttu við krabbamein. Bjarki var einungis 32 ára er hann lést, en saman áttu hann og Ástrós eina unga dóttur. Í viðtali við Ísland í dag segir Ástrós að til stóð að fara til Spánar á síðustu dögunum í lífi Bjarka.

Sjá einnig: Ástrós um lífið sem ekkja: „Hvenær má fara aftur á deit? Hvenær má fara út á lífið?“

„Stjúppabbi minn var að fara að fagna fimmtugsafmælinu sínu og bauð okkur út en við ákváðum að hann myndi ekki fara. Ég var búin að ákveða að fara ekki heldur þar sem að hann var orðinn svo veikur en hann eiginlega bara þrýsti á mig, sagði mér að ég ætti að fara út, að ég ætti það skilið og ég þyrfti að hlaða batteríin til þess að geta tekist á við það sem við vorum að takast á við, það verkefni sem við vorum að fara í,“ segir Ástrós.

Ástrós fór til Spánar ásamt dóttur þeirra og öðrum fjölskyldumeðlimum en eftir stuttan tíma fékk hún símtal frá lækni. Þetta var símtalið sem hún vonaðist til þess að hún fengi ekki. Þá rauk hún heim og náði að vera hjá Bjarka þegar hann kvaddi.

„Hann var í fanginu hjá mér. Þetta var yndisleg stund. Hann kvaddi í örmum mínum og þetta var ein fallegasta og sorglegasta stund sem ég hef upplifað á ævi minni,“ segir Ástrós og segir að lokaorð Bjarka til hennar hafi verið: „Ég elska þig.“

Ástrós segir áfallið hafa verið mikið þegar Bjarki kvaddi, þó svo að hafi verið ljóst frá byrjun í hvað stefndi. „Ég var bara ekki að skilja að maðurinn minn væri farinn. Af því að hann var búinn að vera veikur svo lengi að maður var einhvern veginn vanur því, maður hélt einhvern veginn að hann væri ódauðlegur,“ segir Ástrós, sem tekur fram að fyrstu vikurnar hafi verið mikið í móðu. Fjölskylda hennar og vinafólk veitti henni þó gríðarlegan stuðning og er Ástrós afar þakklát fyrir það. Segir hún líka dóttur þeirra Bjarka hafa hjálpað sér á erfiðu tímunum. „Ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Ég væri einhvers staðar á botninum, mjög ósátt og örugglega að drekka sorgum mínum,“ segir hún.

„Hvenær má ég fara í sleik?“ 

Ástrós segir að þrátt fyrir allt, sé hún afar bjartsýn á framtíðina. Hún segist ekki enn vera tilbúin að hitta nýjan mann, en að sú stund muni koma. „Ég er búin að finna fyrir því mikið síðustu vikur að mig langar að halda áfram með mitt líf. Þegar ég er tilbúin, mun ég finna mér nýjan mann, ég mun gifta mig aftur og ég mun eignast fleiri börn. Hjarta mitt segir mér að ég þurfi fjölskyldu til þess að lifa af,“ segir hún.

Þá bætir Ástrós við hvað henni þykir það sérstakt hvernig samfélagið ætlist til þess að fólk fari eftir reglum sem enginn setur. „Hvenær má ég fara í sleik? Hvenær má ég sofa hjá? Er það eftir ár eða tíu ár?“ spyr hún. „Ekki pæla í hvað samfélaginu finnst, ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Gerðu það sem þér sýnist, því það er enginn annar sem getur sagt þér hvað þú vilt eða þú þarft.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út